Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1958, Side 18

Skinfaxi - 01.11.1958, Side 18
SKINFAXl li4 SIGURJON JONSSON Höfundur þessarar sögu, Sigurjón Jónsson, varð sjötugur 2. nóvember s.l. Hann fæddist í Reykjavík árið 1888, en ólst upp frá þriggja ára aldri á Húsavík í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann tók gagnfræðapróf á Akureyri tvítugur að aldri, var síðan farkennari í fimm ár í Suður-Þing- eyjarsýslu og svo bóndi í Eyjafirði í önnur fimm. Því næst fluttist hann til Reykjavíkur, varð starfsmaður Landsbankans og veitti lengi forstöðu útibúi hans við Klapparsstíg. Sigurjón hefur skrifað seytján bækur, og eru þær, sem hann hefur ritað á síðasta áratugn- um, þeirra merkastar, en annars gerðist hann á yngri árum sínum brautryðjandi um gerð þjóðfélagslsegra skáldsagna. Heiisteyptust og auðlesnust af hinum merkustu skáldsögum hans mundi vera tveggja binda sagan Ingvild- ur fögurkinn, en sögurnar Gaukur Trandilsson og Helga Bárðardóttir eru torræðari. 1 þessum sögum heyja heiðinog kristin lífsskoðun baráttu um hugi íslenzku þjóðarinnar, og sér Sigurjón í þeirri baráttu hliðstæðu við þann vanda, sem þjóðin á nú við að stríða á vegamótum gamals Ýmist uggur eöa hálfgleymdar bænir flögruðu um huga drengsins, sem hér var einn á ferð, á heimleið. En langt var ennþá heim. Jörðin var auð, en einhvern veginn fannst honum hún ekki vera tóm. Hann vissi lielzt til vel, að hann var einn, en grunaði þó, að eilthvað fleira væri hér á ferð. Og allt í einu var hann farinn að hlaupa i dauðans ofboði. „Nei, þetta má ég ekki gera,“ tautaði drengurinn við sjálfan sig. „Ef manni býð- ur ótta af einhverju, þá á maður að vera liægur og stilltur. Það gera þeir, sem karl- menni eru, segir amma,“ tautaði dreng- urinn og þröngvaði fótunum til þess að ganga liægt og rólega. Skyndilega nam liann staðar. Tunglið hvarf á hak við ský. Honum fannst lijart- og nýs. Sigurjón hefur og skrifað margar eftir- tektarverðar smásögur og frásagnir úr bernsku- umhverfi sínu. Hann er maður mjög fjölvís um íslénzka tungu, ræður yfir miklum orða- forða og hefur yndi af fögrum hljómi fágætra orða og sérlegri og glæsilegri hrynjandi setn- inga, en vel er honum þó lagið að skrifa blátt áfram og um leið tigið mál. Á afmæli hans kom út eftir hann smásagna- safn, sem heitir Það, sem ég sá. Flytur það tuttugu og tvær smásögur, ævintýri og frá- sagnir. Bókin er myndskreytt eftir Atla Má og afbrigðilega vönduð að öllum frágangi. Þá er og komin út eftir Sigurjón skáldsagan Snæbjörn galti, og er hún ein af valbókum bókaútgáfu Menningarsjóðs. Sigurjón hefur leyft Skinfaxa að birta sög- una Vofan í dalnum úr safninu Það sem ég sá. Hún er stutt, mjög vel rituð og segir blátt áram og án allra nýtízku skýringa frá fyrir- brigði, sem langöfum ykkar og langömmum þótti næstum að segja jafneðlilegt og upp- koma sólar og dagleg skipti flóðs og fjöru. L

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.