Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1958, Síða 24

Skinfaxi - 01.11.1958, Síða 24
120 SKINFaXI kafla eftir Gest. Frásögnin af prestskosn- ingunni í sögunni Vordraumur og kaflinn úr Tilliugalífi um kæfustuld Sveins og við- brögð Þorvalds formanns, þá er lögreglan grípur Svein, eru frábært lestrarefni, með afbrigðum vel skrifað, ádeilan hnitmiðuð og hárlivöss og persónulýsingarnar sérlega skýrar og snjallar. I sambandi við prests- kosninguna er rétt að taka fram, að meðan lcosið var i heyranda hljóði, var það engan veginn fátítt, að ríkir menn og voldugir heittu áhrifavaldi sínu — á svipaðan eða jafnvel sama hátt og prófasturinn hjáGesti — við kosningar í bæjarstjórnir, sveitar- stjórnir, til Alþingis og þá er kjósa skyldi sálusorgara, og til að koma í veg fyrir slika kúgun var lögleidd leynileg lcosning. Fleiri en ein af dýrasögum Þorgils gjall- anda — Jóns Stefánssonar — eru gott upplestrarefni, sögurnar vel og skemmti- lega sla-ifaðar og efni og viðmiðun hvort tveggja nærstætt og auðskilið,þó að breytzt Iiafi til hins betra um meðferð húsdýra frá því að sögurnar voru skrifaðar. Áður en lesin er dýrasaga eftir Þorgils gjallanda, gefst tilefni til að ræða um dýravernd og nauðsyn liennar og gera nokkra grein fyrir brautryðjandastarfi Tryggva Gunn- arssonar á þeim vettvangi og þeim styrk, senx lionum var að skáldunum Þorgilsi gjallanda, Guðmundi Friðjónssyni og Þor- steini Erlingssyni. Guðmundur skrifaði ágætar dýrasögur, og sögur Þorsteins í Dýravininum og ljóð hans, Seinasta nótt- in, Hreiði'ið mitt og Sólskríkjan höfðu víð- tæk áhrif. Elcki er rétt að minnast svo á þessi mál, að Jónas Hallgrímsson komi þar ekki við sögu. Kvæði lians um x'júp- una og grátittlinginn mega ekki gleymast, og mundi hann einna fyrstur íslenzkra skálda vekja nxenn almennt til meðvit- undar um, að fleira en matarsj ónamið á rétt á sér í viðhoi'finu til dýranna. Einar Kvaran var mikill snillingur á smásögur, en list lians var oft svo lmit- miðuð og yfirlætislaus, að smásögur hans krefjast flestar nxjög nákvæmrar og smekklegrar túlkunar. Af slikum sögunx nxá séi’staklega benda á Fyrirgefningu og Þurrk, senx báðar eru stxittar og liæfa nxjög vel til framsagnar, ef sá, er les, skilur efnið til nokkurrar lilitar og gerir sér grein fyrir, livað vakað hefur fyrir skáld- inu. Axxðlesnari er Marjas, því að þar gætir nokkurrar kínxni, og eins er um Alltaf að tapa. Vistaskipti og Aixderson eru og hægari viðfangs, eix báðar þær sög- ur eru fulllangar senx lieild, og ef valinn er sá kostur að skipta þeim á tvo fundi, má ekki líða mjög langt á nxilli. Fáar af sögum Guðmxuxdar Friðjóns- sonar liæfa vel til upplestrar á samkom- um eða fundum. Orðfæri hans og frá- sagnarháttur er lxvort tveggja nokkuð sér- legt og alllori'ætt þeim, senx ekki hafa nxikið lesið af góðum bókmenntum og öðlazt smekk á sérkennileg og íxxáttug til- brigði tungunnar. Heppilegastar mundu vera Gamla heyið og Skúraskin. I báðunx þeim sögum gætir mjög ákveðinnar lieild- ar — og viðfangsefnin hvort tveggja í senn, almennt auðskilin og xxijög persónu- lega túlkuð frá liendi höfundar. Ennfrem- ur nxá benda á söguna Geiri húsmaður. Hjá Jóni Trausta - — Guðmundi Magnús- syni — er af mjög miklu og nxargvíslegu að taka. Af smásögum hans nxá nefna: Þegar ég var á fregátunni, Á fjörunni, Steinbíturinn, Sigurbjörn sleggja, Bryddir skór og Spilið þið kindur. Hin sérstæða

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.