Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 5
Lúðrasveit
Neskaupstaðar
vakti hrifningu
mótsgesta, stjórnandi
er Haraldur
Guðmundsson
skilning á þeim erfiðleikum, sem voru
vegna ýmisst keppniaðstæðna. Frjáls-
íþróttavöllurinn var t.d. nokkuð óslétt-
ur og því erfiður fyrir hlaup og stökk,
og má því segja að afrek hafi verið ó-
trúlega góð þrátt fyrir þessar erfiðu að-
stæður.
Stór og vandaÖUiT sýningarpallur
hafði verið reistur úti í tjörn á móts-
svæðinu, og þar fóru ýmsar sýningar
og dagskráratriði fram og einnig var
dansað þar. Þá var og annar minni
danspallur, sem byggður var fyrir mót-
ið. — aðalstöðvar mótsstjórnar voru í
barnaskólanum, og þar fór einnig fram
keppni í starfsíþróttum kvenna. Þar
var mötuneyti fyrir starfsfólk o. fl. I
Alþýðuskólanum var veitingasala, og
þar fór einnig fram hin skriflegi þáttur
starfsíþróttakeppninnar, svo og sveita-
keppni í skák. Á Eiðabúinu var keppt í
búfjárdómum, en aðrar greinar starfs-
íþrótta fóru frá á íþróttasvæðunum við
barnaskólann, t. d. var keppni í drátt-
arvélaakstri háð á handknattleiksvell-
inum, sem var við hliðina á frjáls-
íþróttavellinum.
Á sunnudaginn 14. júlí var veður
einnig bjart, en nokkuð svalt, einkum
þegar líða tók á daginn. Á stórri úti-
hátíð sem þessari, þar sem íþróttir
skipa öndvegi, skiptir það höfuðmáli að
fá gott veður. Og í þetta sinn gerði
veðurheppnin mikinn gæfumun, vegna
ástandsins í gróðurfarinu, sem áður er
lýst.
Um langan veg
Ekki höfum við fengið nákvæmar töl-
ur um það, hversu margir gestir sóttu
Eiðamótið, en láta mun næri að þar
hafi verið um 10 þúsund manns á
sunnudeginum, og má telja það mjög
góða aðsókn á þessum stað, sem er svo
fjarri helztu þéttbýlissvæðum landsins.
Margir keppendur og mótsgestir
voru komnir um langan veg, eins og
geta má nærri. Allmargir komu með
flugvélum til Egilsstaða, en Flugfélag
Islands fjölgaði til muna ferðum sín-
SKINFAXI
5