Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1968, Page 32

Skinfaxi - 01.07.1968, Page 32
Félagar úr HSÞ að hefja starfið. dreifðu 10 lestum af áburði og 400 lestum af grasfræi á Auðkúluheiði, skammt norður af Helgufelli. Um þessa ferð ritaði Bjöm Bergmann á Blönduósi grein í Morgunblaðið þann 25. júlí, og fylgdu henni marg- ar ágætar myndir. 8. Þann 28. júlí var komið að Þingey- ingum. Þann dag fóru 39 Norður- Þingeyingar í landgræðsluferð. — Þetta var stærsti landgræðsluhóp- urinn í sumar, og voru þetta allt ungmennafélagar úr Kelduhverfi. — Þórarinn Haraldsson í Laufási var frumkvöðull fararinnar þar í hér- aðinu. Landgræðslustaðurinn var við Vesturdal skammt frá Hljóða- klettum. Þarna var sáð 600 kg. af grasfræi og 8 lestum af áburði í um 20 hektara lands. Þess ber að gæta, að í þessari ferð var ekki meðferðis traktor með áburðardreifara. 9. Héraðssamband Suður-Þingeyinga fór svo í síðustu landgræðsluferðina á þessu sumri hinn 29. júlí á Hóla- sand, sem er sunnan við Þeysta- reykjasvæðið. I ferðinni voru 23 fé- lagar, og forgöngumenn voru þeir Indriði Ketilsson á Fjalli og Ketill Þórisson í Baldursheimi, sem er for- maður landgræðslunefndar HSÞ, Suður-Þingeyingar sáðu 10 lestum af áburði og 800 kg. af grasfræi í um 25 hektara lands. Af framangreindu yfirliti má sjá, að ungmennafélagar hafa ekki látið sitja við orðin tóm. Samtals hafa á þriðja hundrað manns tekið þátt í þessum ferðum. Dreift var samtals 67 lestum af áburði og 5 lestum af grasfræi í um 170 hektara lands. Allir vona að þetta starf beri góðan ávöxt, en þess ber að gæta, að ennþá er þessi starfsemi á tilrauna- stigi, og að hún á eftir að aukazt og batna, þegar haldið verður áfram og byggt á þeirri reynzlu, sem fengizt hef- ur í skipulagningu og starfsaðferðum. Sú upplýsingastarfsemi, sem Ingvi Þorsteinsson og samstarfsmenn hans hafa rekið á undanförnum árum, og sú athafnasemi, sem þeir hafa sýnt, hafa leitt til vakningar um allt land. í öllum héruðum er skorin upp herör á margs- konar vettvangi, og félög og einstak- lingar bjóða fram krafta sína til þess að hefta uppblásturinn og klæða land- ið gróðri. Ungmennafélagarnir frá Egilsstöðum flytja áburð yfir vatnsfall. 32 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.