Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 3
skinfaxi Tímarit Ungmennafélags fslands — LX. árgangur — 3. hefti, júní 1969 Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju, hvert 32 síður i-ýðveldiskynslóðin Aldarfjórðungur er liðinn síðan lýðveldi var stofnað á fslandi. 17. júní 1944 var stór stund. Þá var mikið ritað og rœtt um þjóðareiningu, enda sýndi þjóðarat- kvœðagreiðslan í maí 1944 að þjóðin stóð sem einn maður að því að slíta síðustu tengslin við Dani og stofna lýð- veldið. En lengur entist þjóðareiningin tœpast. Miklu fremur hefur sœtt furðu, hve mjög okkar fámennu þjóð hefur tek- izt að vera sundurlynd og hversu heiftin hefur verið mikil milli andstœðra hags- munahópa. Auðvitað hefur sjálf lýðveldisstofnun- in verið auðveld miðað við þann vanda að stjórna þjóðarbúskapnum. Kynslóðin, sem stofnaði lýðeldið og trúnaðarmenn hennar, hafa stjórnað þjóðfélaginu þennan aldarfjórðung, sem síðan er lið- inn. Unga fólkið kveður i vaxandi mœli þunga dóma yfir þessum öflum, stjórn- kerfi þeirra og stjórnarathöfnum. Lýðveldiskynslóðin mun senn verða að láta af völdum og við tekur „eftir- sprengju-kynslóðin", unga fólkið, sem alizt hefur upp í skugga atómsprengj- unnar og í sambýli við erlendan her, sem lýðveldiskynslóðin bauð velkominn hl landsins. Engin ástœða er til að œtla að yngri SKINFAXI kynslóðin sé ekki vanda sínum vaxin. Margt bendir til þess, að hún sé gœdd heiðarlegra hugarfari og hafi meiri dugnað til að bera en hinir eldri. íslend- ingar hófu lýðveldistímabilið með digra sjóði stríðsgróðans, en nú skilar lýð- veldiskynslóðin einhverju skuldugasta þjóðfélagi veraldar með lífskjörum, sem eru mun rýrari en hjá grannaþjóðum okkar í hendur fólkinu, sem hún átti að ala upp. Þjóðfélagi með sligaða yfir- byggingu ofhlaðinnar skriffinsku, sem allir flokkar lýðveldiskynslóðarinnar eiga sinn þátt í. Sá einn hátíðarboðskapur skal hér borinn fram, að framtíðarvon íslands er fólgin í manndómi þeirrar ungu kyn- slóðar, er nú tekur við. Enn eigum við lýðveldið og sjálfsforrœðið, og það er dýrmœtasta eignin. Varðveizla þess og endurreisn efnahagslegs sjálfstœðis blð- ur „eftir-sprengju-kynslóðarinnar". 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.