Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 13
fólk til starfa á þessum vettvangi. Hjá HSK hafa færri komizt með í slíkar ferðir en viljað hafa fara, og svo hygg ég að sé víðar. I þessar ferðir hefur far- ið fólk á öllum aldri, og það er ánægju- legt að sjá, hve slíkur hópur getur ver- ið samstilltur til átaka, þegar á hólm- inn er komið. Líta má á starfsemina til þessa á þessum vettvangi, sem einskonar til- rauna- eða byrjunarframkvæmdir, sem þó hafa að mínum dómi og margra ann- arra tekizt mjög vel. Gagnsemin er ekki einasta í því fólgin að græða sár fóst- urjarðarinnar, heldur er líka mikilvæg- ur sá þáttur, er að fólkinu sjálfu snýr. Pátt er ungu fólki hollara en bein snert ing við móður náttúru á þennan hátt. Að vera í glaðværum samstilltum hópi, sem gengur ákveðinn til starfa og leika eftir því sem við á í það og það skiptið. Forráðamenn slíkra ferða verða að sjá til þess, að starfið verði sem leik- ur og að allir leggi sig fram óskiptir. Ef gist er á fjöllum, sem ég tel æskilegt, er ekkert sjálfsagðara en slá upp kvöld- vöku með leikjum og söng. Það gerir ferðina ánægjulegri og eftirminnilegri og fleiri vilja fara með næst. Nota þarf tækni og vélarafl, þar sem því verður við komið. Víða er hægt að nota dráttarvélar með kastdreifara, en mannshöndin fyllir svo upp í eyðurnar þar sem vélinni verður ekki við kom- ið. Eg hygg, að af hálfu ungmennafélag- anna sé ekkert því til fyrirstöðu að auka þessa starfsemi að miklum mun, en það útheimtir að sjálfsögðu allmikla skipulagningu og fyrirgreiðslu af hálfu Landgræðslunnar. Einnig er sjálfsagt, að landgræðslunefndirnar heima í hér- uðunum séu með í ráðum. Þá er ég þess fullviss, að ýmis önnur félagasam- tök séu reiðubúin til að leggja fram krafta sína, eins og Lionsmenn raunar gera, og ég hef þegar getið. Prófessor Sigurður Þórarinsson minnti hér í gær í lok erindis síns á þá staðreynd, að við Islendingar værum lausir við herskyldu og útgjöld til her- varna. Einmitt þessvegna ættum við að standa betur að vígi í baráttu okkar við gróðureyðinguna. Að fimm árum liðnum minnast Is- lendingar 1100 ára afmælis Islands- byggðar. Væri á annan hátt betur hægt að minnast 11 alda búsetu í landinu en með því að gera stórt átak í gróður- verndar- og landgræðslumálum; reyna að greiða að nokkru skuld þjóðarinnar við landið. Forfeður okkar urðu að berjast harðri baráttu, svo þeir mættu lífi halda. Við nútímamenn höfum yfir að ráða þekk- ingu og tækni, sem gerir margt mögu- legt, er áður var óframkvæmanlegt. Annað er ekki sæmandi en að beitt sé tiltækum ráðum til að stöðva gróður- eyðinguna og græða gömul sár á ný. Og hér þurfa allir að leggja fram lið sinni sitt beint eða óbeint. Þetta er ekki einkamál neinna einstaklinga eða stofnana. Þetta er mál allrar þjóðar- innar. Jóhannes Sigmundsson. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.