Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 21
GLEÐITÍÐINDI Það eru ósmá gleðitíðindi, sem dagblöðin í Roykjavík hafa fært okkur að undanförnu. Mitt í öllu hallærinu, óðaverðbólgu og at- vinnukreppu berst oss sá fagnaðarboðskapur, som varpar skærri birtu yfir alla landsbyggð- ina. Einhverjir óeigingjarnir hugsjónamenn úr höfuðstaðnum hafa tekizt á hendur að bjarga menningarmálum dreifbýlisins, og ráðið til þess er hvorki meira né minna en að koma upp a. m. k. einni drottningu í hverri sýslu landsins. UPPGRÖFTUR Á DROTTNINGUM í einni hjartnæmustu blaðafréttinni stendur meðal annars: ,,Nú er tækifærið fyrir limafagrar og fríðar stúlkur um land allt að flykkjast á böllin hjá Tónatríói í sumar. . . Nú er í fyrsta skipti efnt til fegurðarsamkeppni með því fyrir- komulagi, sem ætti að geta grafið upp (sic) fegurstu stúlkurnar á landinu, ef vel væri á haldið. Og nú verður því ekki ekki haldið fram lengur að fegurðardrottningar íslands og fulltrúar ísl. kvenna á kropposýningum er- lendis séu valdar af helberum klíkuskap í Reykjavík . . . Öllum þessum skara fegurð- ardrottninga verður síðan stefnt til Reykja- víkur einhverntíma á næsta ári og þær látn- ar keppa sín á milli um titilinn Fegurðar- drottning íslands í Aðalfegurðarsamkeppni íslands 1970.“ Hvorki meira né minna. Hver boðar svo ljúfan fögnuð? í upphafi fréttar datt manni í hug að hér væri e. t. v. í framkvæmd hin vinsæla stefna um jafnvægi í byggð landsins, sem hingað til hefur verið mikil í orði en þeim mun minni á borði. En svo kom þetta með Aðalfegurðar- samkeppni íslands í Reykjavík 1970 (án hel- bers klíkuskapar væntanlega), og sá þá fyrir endann á hinni veiku von um uppreisn dreif- býlisins gagnvart þéttbýlinu. Það eru fleiri en Skagfirðingar, sem smala, draga í dilka og selja úrvalið. . . . götu gulls og eirs . . . EITT KVÖLD I BRÚN Á útsíðum blaðanna eru áberandi fréttir og myndir frá þessari athyglisverðu menning- arstarfsemi. Öllu öðru tekur þó fram heilsíðu- grein í einu blaðanna 4. þ. m. Þar segir gjörla frá þessum nýstárlega réttardegi í Borgar- fjarðarsýslu, sem dró til sín 400 til 500 að- dáendur. Hinn glöggi blaðamaður telur það til tíðinda að flestar (sic) stúlknanna hafi verið í buxum ,,þetta kvöld í Brún“, og virðist sú vitneskja um hátterni borgfirzkra stúlkna hafa komið flatt upp á blaðamanninn. En hann gerist fjölþreifinn um fleira en klæðn- að stúlknanna. Ein stúlknanna hvarf drykk- langa stund ,,þetta kvöld í Brún“, rétt áður en hún átti að keppa í úrslitunum. En hún hafði þá bara skroppið heim til sín nokkrar bæjarleiðir til að huga að sauðburðinum. Úrslit: ,,Á annan í hvítasunnu var fegurðar- drottning Borgarfjarðarsýslu krýnd í félags- heimilinu Brún í Bæjarsveit og féll þessi virðulegi titill í skaut Helgu“, en það var einmitt stúlkan, sem mundi eftir sauðburð- inum mitt í hita keppninnar. (Ekki getið um klæðaburð). „Allar blómarósirnar fjórar fengu myndarlegan blómvönd fyrir frammi- stöðu sína, en að auki var Helga skrýdd með SKINFAXI 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.