Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 7
Nýtf félagsheimili á fertugsafmælinu Rœtt við formann Ungmennafélags Keflavíkur -— Við ætlum að keppa afmælisleik við Islandsmeistarana í knattspyrnu. Að sjálfsögðu ætluðum við að reyna að efla allt íþrótta- og félagsstarfið, og síðast en ekki sízt ætlum við að hef ja byggingu nýs félagsheimilis. Á þessa leið mælti Þórhallur Guð- jónsson, formaður Ungmennafélags Keflavíkur, þegar við heimsóttum hann í byrjun mánaðarins. Þórhallur hefur um árabil verið formaður UMFK og í stjórn IBK, og félag hans á fertugsaf- rnæli í haust. — Afmælisins verður minnst m. a. með því sem hann gat um í upphafi. — Er knattspyrnan efst á dagskrá hjá ykkur? — Já, það er mikið um að vera í knattspyrnunni, bæði í okkar félagi og öðrum hér um slóðir. IBK hefur sam- unga fólk að glíma við, og einnig það að búa svo í haginn, að árangurs sé að vænta, bæði fyrir einstaklinginn per- sónulega og málefnið sjálft. Hvort hér er um að ræða græðslu lands, íþróttir, listir eða hvers konar önnur félagsmála störf skiptir ekki mestu máli að mínum dómi. Gleymum ekki þessu höfuðverkefni hvers ungmennafélags á sínu félags- svæði og fyrir sína uppvaxandi æsku. Sé þessa gætt, getum við með vissu fullyrt að æskan vinni íslandi allt. eiginlegar æfingar í öllum flokkum, en svo hafa félögin hér hvert sínar sér- æfingar. Hér eru haldin Keflavíkurmót með tvöfaldri umferð og nú stendur yfir Reykjanesmót með þátttöku 11 fé- lagsliða í Reykjaneskjördæmi. Svo æf- um við einnig handknattleik og sund og í vetur var byrjað á því að endur- reisa frjálsíþróttastarfið. I handknatt- leik er haldið bæði Suðurnesjamót og Keflavíkurmót, en í öllum Islandsmót- um keppa félögin sameiginlega undir merki Iþróttabandalags Keflavíkur. — Hafa frjálsar íþróttir verið í lægð hjá ykkur undanfarið? —- Já. Hér á árunum var gott frjáls- íþróttalið hér í Keflavík, en þegar frjáls íþróttavöllurinn var gerður að skrúð- garði, lögðust æfingar niður, þar sem ekkert viðunandi svæði var til æfinga. I vetur hófust svo æfingar að nýju und- ir stjórn Helga Hólm og Halldórs Páls- sonar. Nú höfum við líka nýja grasvöll- inn, en auðvitað tekur það mörg ár að byggja frjálsíþróttastarfið upp að nýju. — En sundið? — Við höfum ávallt átt góðu sund- fólk á að skipa, eins og hefur sýnt sig á landsmótunum. Sundæfingarnar voru eingöngu á vegum Ungmennafélagsins þar til fyrir tveimur árum, að IBK tók að sér æfingarnar fyrir öll félögin hér. — Hvernig er æfingaaðstaðan að vetrinum? — Varðandi xþróttahús er aðstaðan ennþá mjög ófullnægjandi og erfið. Hér SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.