Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 19
— Listmunir úr tré standa alltaf fyrir sínu, en ýmis önnur efni hafa komizt í tízku. Hjá Ríkarði var unnið mikið að alls konar minjagripum og tækifærisgjöfum fyrir einstaklinga, kirkjumunum og verðlaunagripum. Önnur efni, einkum silfur, hafa nú komið að miklu leyti í staðinn. Mynd- skurður er seinunnið verk og erfitt að fá þann tíma borgaðan, sem í það fer, miðað við ýmis önnur verk. Þannig lítur styttan út, sem keppt er um á Skákþingi UMFÍ. Hæðin er 33 cm. ♦ SKÁKÞING UMFÍ Undankeppni Skákþings UMFl er lok- ið, en hún fór fram á þremur stöðum. I Ólafsvík kepptu sveitir HSH og USVH, en sveit USD forfallaðist á síð- ustu stundu. Úrslit urðu þau að HSH sigraði með 3:1. Á Selfossi kepptu sveitir UMSB, HSK og UMSK. Leikar fóru þannig: HSK—UMSK 2:2, UMSB—UMSK 2tt : 11/2 og HSK—UMSB 3% : V2. HSK fékk 5 vinn., UMSK 3% og UMSB 3. Á Blönduósi kepptu sveitir USAH, UMSS og UMSE. Við höfum ekki feng- ið fréttir af þeim riðli aðrar en þær, að sveit UMSS bar sigur úr býtum. Það verða því sveitir HSH, UMSS og HSK sem mætast í úrslitakeppninni en hún verður væntanlega háð í Ólafs- vík í umsjá HSH dagana 28. og 29. júní. Sveit HSH er þannig skipuð: Gylfi Schewing, Jafet Sigurðsson, Hrafn Arnarson og Einar Hallsson. Sveit HSK skipa: Magnús Gunnarsson, Sigurður Sveinsson, Þorvaldur Ágústsson og Vilhjálmur Pálsson. Við höfum ekki fengið nöfn Skagfirðinganna, en vitum þó, að á 1. borði teflir hinn kunni lands- liðsmaður Freysteinn Þorbergsson, kennari í Varmahlið. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.