Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 16
Austur-Iíúnavatnssýslu er ég búinn að starfa í fimm ár. Verð ég að viðurkenna að þessu verkefni hef ég ekki getað gert þau skil sem skyldi. Starfssvið ungmennafélaga er mikið og næstum ó- tæmandi, og tel ég það vera einna mesta styrk þeirra samtaka, að verk- efni eru allsstaðar fyrir þá, er vilja starfa öðrum til góðs án þess að mæla allt í klukkustundum eða í krónum. Ef við lítum á helstu verkefni eða viðfangsefni USAH síðustu árin, má skipta starfinu í tvo flokka, fjáröflun og félagsstarf. Fjármunir eru undir- staða allra framkvæmda. Þótt mikið sé lagt af mörkum í sjálfboðavinnu, verð- ur aldrei komist hjá miklum kostnaði við hin ýmsu félagsstörf. Helztu tekju- stofnar Sambandsins eru Húnavakan, fræðslu- og skemmtivika Húnvetninga. Hún var í vetur haldin í tuttugasta skiptið, og hefur ávallt verið skipu- lögð og framkvæmd af sambandinu. Ungmennasambandið hefur frá byrjun haft alla dansleiki Vökunnar á sínum vegum og oft haft dagskrár einnig sjálft. Nú um nokkur ár hefur Hús- bændavaka verið fastur liður á dag- skrá Húnavöku. Þessi dagskrárþáttur, sem Ungmennasambandið hefur séð um hefur mælst mjög vel fyrir og verið vel sóttur. Nettótekjur Ungmennasam- bandsins hin síðustu ár af Húnvöku hafa verið frá 70—90 þús kr. Almenna dansleiki hefur Sambandið oft reynt utan Húnavöku, en heldur hefur það verið óviss tekjulind, og stundum snú- ist á verri hliðina. Sýslusjóður Húna- vatnssýslu hefur sýnt Sambandinu mik inn skilning og hefur styrkt það í starfi með föstu fjárframlagi, sem undanfar- andi ár hefur numið 50 þús. kr. Þetta éru aðal tekjustofnar okkar, en reynd- ar eru nokkrar minni upphæðir árlega. Ég hef oft haft gaman af, þegar ver- ið er að raða dagskráratriðum á Húna- vöku. Þá eru kannski 5—8 aðilar, sem vilja fá sama sýningartíma sama dag- inn. Getur það orðið mikil gestaþraut að samræma öll þessi sjónarmið. — I svona tilfellum reynir allmikið á Sam- bandsformann, yfirsýn hans og úrræði. Hefur þetta ávallt leystst vel. Helztu starfsþættir Ungmennasam- bandsins eru: Iþróttir, frjálsar- starfs- og knattspyrna. Bókaútgáfa, ritið Húna vaka, sem komið hefur út einu sinni á ári sl. átta ár. Flytur rit þetta margs konar fróðleik úr héraði auk fjölda greina, frásagna og ritgerða eftir hún- vetnska hugvitsmenn. Skák er mikið stunduð hér, spurningakeppni o. fl- — Á sambandið ykkar ekki aðild að félagsheimilinu á Blönduósi? — Þegar hafizt var handa um bygg- ingu á Félagsheimilinu á Blönduósi, gerðist Ungmennasambandið eignar- aðili aðþví með 9% eignarhluta heima- manna. Þetta hefur reynzt Samband- inu erfiður hjalli að klífa, og enn er eftir að greiða 6—800 þús kr. af hlut þess. Byggingarkostnaður er nú vart undir 14 millj. kr. og er húsið þó ekki fullgert. Má benda á hvílík vandræði eru því fylgjandi fyrir félagslíf og fé- lagsskap dreifbýlisins, hve greiðslur Félagsheimilasjóðs erp litlar til hinna ýmsu félagsheimila. Þær gera vart meir en standa undir vöxtum af sinni eigin skuld, svo að styrkur ríkisins a þessar framkvæmdir verður raunveru- lega að greiðast heimanað. — Mig minnir að ég hafi heyrt þín getið í sambandi við músikk og söng. Er það ekki rétt? 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.