Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 17
Meðal þekktustu staða í Húnaþingi eru Vatns- dalshólarnir — Jú rétt er það. — Karlakórinn Vokumenn var stofnaður fyrir 10 ár- um og hefur starfað samfellt síðan. Ég gerðist í upphafi stjórnandi hans og hef verið það síðan. Kunnáttu til þessa verks hafði ég enga, en áhuga allmik- inn, og það hefur bjargað mér við þetta starf. Ég þekkti að vísu nótur, og get stautað í rólegheitum eftir þeim á or- gel eða píanó, en ekki spilað í þess orðs merkingu. — Eitthvað hefur þú komið nálægt öðrum félagsmálum Kristófer? — Jú við allmörg félagsstörf önnur hef ég fengizt, er t. d. formaður búnað- arfélagsins í Torfalækjarhreppi, for- maður sóknarnefndar Blönduóskirkju sl. 9 ár og söngmaður í kirkjukórnum á Blönduósi jafnlengi. Verið allmörg ár í stjórn framsóknarfélaganna í A- Húnavatnssýslu og nú formaður eldra- félagsins. — Hafa nú þessi störf þín utan heim ilisins ekki komið hart niður á aðal- starfinu, búskapnum? — Ekki held ég það. Ég tel nauð- synlegt hverjum manni að starfa fyrir aðra, það vekur hjá manni skilning á högum samferðamannanna og þroskar mann sjálfan. Ég hef líka átt því láni að fagna við mín félagsmálastörf, að samstarfsmenn mínir hafa undantekn- ingarlaust verið góðir samstarfsmenn og góðir félagar. Þannig sagðist Kristófer frá þennan kalda vetrardag. Þá stóð fyrir dyrum undirbúningur Húnavöku og fram- kvæmd hennar og ýmislegt annað á vegum sambandsins, svo að margt var í að horfa og um margt að hugsa. A ársþingi USAH nú í vor, gaf Krist- ófer ekki kost á sér til formennsku í sambandinu áfram — en maður kem- ur manns í stað — og annar enn yngri tók þar við. Áfram mun Kristófer þó starfa á vett vangi þessara félagssamtaka. Honum skulu þökkuð unnin störf, og einnig þau, sem hann á væntanlega enn óunn- in á þessum vetvangi. Guðjón Ingimundarson SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.