Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 26
vera orðnir geysimargir eftir sýninga- fjölda og fréttum að dæma. — Það mætti halda það, ef trúa mætti blöðum og sjónvarpi. En þessi fjölmiðlunartæki gera engan greinar- mun á listamönnum með þroskaða hæfileika og kunnáttu og tómstunda- málurum, og rugla þannig dómgreind fólksins í stað þess að leiðbeina því. Það þykir jafnvel þeim mun meiri fréttamatur sem sýnandinn er minna lært náttúrubarn og helzt kynlegur kvistur. — Ertu andvígur tómstundamálur- um? — Nei. Það er mjög góð tómstunda- iðja að föndra með liti, en frambærileg kunnátta og sýningarhæfni fæst ekki eftir nokkurra vikna kvöldnámskeið eins og margir virðast álíta. Alls konar loddarar rubba upp myndum og sýna á nokkurra mánaða fresti, sumir vegna þess að þeir eru að byggja. Þetta er ó- fyrirgefanlegt. Sumir kunnáttumenn í myndlist hafa leiðzt út í svonalagað. Þeir geta haft það ágætt með því að framleiða lélegar myndir, sem með auglýsingaskrumi er hægt að láta fá- fróðan almenning kaupa. En það verð- ur engin sönn list úr því að framleiða fyrir peningamarkað, — engin sönn listsköpun nema hún komi frá hjart- anu. Við þetta bætist að söludreifing á myndlist er fyrir neðan allar hellur. Hér er enginn málverkasali, sem ekki tekur hvaða rusl sem er til sýningar og sölu. — Er ekki hægt að gera meira af því að kynna myndlist úti um landið ? — Að sjálfsögðu þyrfti að gera meira af slíku, ef vel ætti að vera. Lista- safn ríkisins hefur gersamlega brugðist í þessu efni. f stað þess að nota félags- heimilin um allt land til sýninga, eru málverk Listasafnsins lokuð inni í geymslum vegna skorts á sýningarrými í höfuðborginni. Þetta ástand verður svo til þess að mannsævi endist ekki til að sjá þetta safn þjóðarinnar. — Geta myndlistarmenn ekki tekið sig saman um að koma á fót hreyfan- legum sýningum? — Auðvitað er það æskilegt, en slíkt yrði mjög kostnaðarsamt og til þess vantar samtök. Þau samtök mynd- listarmanna, sem fyrir eru, eru lokaðir hópar, sem ungir myndlistarmenn núna hafa litla möguleika til að komast í. — Hvers vegna eru bókaskreyting- ar svo misgóðar sem raun ber vitni um. Eru ,,loddarar“ þar að verki líka? — Ekki svo mjög. En ef skreytinga- maðurinn er ekki sjálfur ,,skáld“ eða brot af skáldi og leggur ekkert til verksins frá eigin brjósti, þá vantar þann neista, sem getur gert skreyting- una að listaverki. Hún getur verið óað- finnanlegt handverk og fyrsta flokks fagvinna en samt virkað dauflega og jafnvel verið steindauð. —• Hvað þá um nýju kápuna á Skin- faxa? —- Ég vona bara að hún lifi góðu og fjörugu lífi. 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.