Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 22
borða, er á stóð: Ungfrú Borgarfjarðarsýslu 1969“. Hvílík rausn! Hinn árvaki blaðamaður er greinilega jafn- vægismaður í byggð landsins, því hann segir réttilega í umvöndunartóni: „Það verður að átelja forsvarsmenn samkeppninnar fyrir að hafa ekki séð til þess að minnsta kosti ein frambærileg stúlka úr hverjum hreppi og kaupstað í sýslunni væri þarna til staðar". Eins og allir sjá er þetta sanngjörn og lýð- ræðisleg krafa um rétt sérhvers hrepps til drottningar. Hreppadrottningar eiga að keppa um sýsludrottningartitil. „Öllum þessum skara fegurðardrottninga verður síðan stefnt til Heykjavíkur". Smalað, dregið í dilka og rekið suður. Hvílík dýrð, hvílík dásemd. HVAÐ ER FEGURÐ ? Það er lítill vandi að finna á hverjum dans- leik slatta af gullfallegum stúlkum, sem vel sóma sér x hópi fegurstu kvenna heims. Hitt mættu svo forráðamenn félagsheimila hug- leiða, hvort það sé heppilegt að leyfa gróða- brallsfólki, sem reynir að brjála unglinga með æsifregnum og myndum í blöðum ásamt gylli- boðum um frægð og frama, aðgang að félags- heimilunum. Er það félagsheimilunum sam- boðið að leggja lag sitt við þessa lúalegu að- ferð til að raka saman gróða með ósmekk- legustu aðferðum. Þegar fólk í sveitum og bæjum er farið að þyrpast hundruðum og þúsundum saman á þennan nýja fegurðarmarkað, vaknar spurn- ingin um mat þessa fólks á fegurð. Nú skal ég síðastur manna vanmeta kvenlega fegurð, þótt mér virðist hún sízt njóta sín á sýning- arpalli fyrir framan æpandi og blístrandi gleðisamkomu. Flestir geta lika vonandi not- ið fegurðar kvenna, án þess að greiða toll í pyngju Aðalfegurðarsamkeppni íslands. En hvert er svo mat okkar á fegurð yfirleitt. Myndi þetta fólk koma og greiða hundruð þúsunda króna til að njóta fagurra lista á ís- landi og styrkja þær, eða til að styrkja þá viðleitni að fegra landið okkar? í fljótu bragði virðist svarið vera neitandi. En ég er sannfærður um að þetta væri gerlegt með góðri skipulagningu og nauðsynlegri fyrir- greiðslu á menningarlegu dagskrárefni fyrir félagsheimilin. VINSAMLEG SAMSKIPTI Þegar efnahagssérfræðingar íslands úrskurð- uðu á s. 1. hausti að gengi krónunnar okkar litlu skyldi lækkað í sjötta sinn eftir stríð voru þeir áreiðanlega búnir að gera sitt bezta til að halda genginu uppi. Á sama tíma og síðar sveittust starfsbræður þeirra í Vestur- Þýzkalandi blóðinu til að halda gengi marks- ins niðri. Þegar þeim þýzku tókst að halda sínu gengi niðri en okkur mistókst að halda gengi krónunnar uppi, stakk einhver föður- landsvinur upp á því, að ísland og Vestur- Þýzkaland hefðu skipti á efnahagssérfæðing- um, og myndu þá vandamál beggja leysast á farsælan hátt. Fyrir skömmu var frá því skýrt í vestur- þýzkum blöðum, að komizt hefði upp um svik og pretti í sambandi við fegurðarsam- keppni þar í landi, enda ekki einhlýtt hversu þýzkum drottningum hefur vegnað illa á al- þjóðavettvangi. Mætti nú ekki bjóða Vestur- þjóðverjum þetta nýja fyrirtæki, Aðalfeg- urðarsamkeppnina, sem tröllríður landsbyggð- inni um þessa mundir. Það gæti spreytt sig á að kippa þessum málum í lag í Þýzkalandi. Við myndum í staðinn fara fram á að Þjóð- verjar lækkuðu fisktollinn. SPJÖLL „Róstur í Þjóðgarðinum", „Óspektir ölvaðra unglinga á Þingvöllum", „Þjóðgarðurinn sví- virtur um helgina“, „Aldrei aftur slíkt svall á Þingvöllum", Þannig voru fyrirsagnir dag blaðanna að lokinni hvítasunnuhelginni. Og nú hrukku margir við, en fæstir vissu sitt rjúkandi ráð. Skelfingar vandræði eru þetta með unglingana! Hvernig í ósköpunum er unga fólkið orðið? Hvar enda þessi skríls- læti ? Fjölmiðlunartækin, sem nú eru ágeng- ari við fólk en nokkru sinni fyrrum, létu sitt ekki eftir liggja. Þau bjuggu til úr þessum 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.