Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 25
Lif og daudi í myndlist
Skinfaxi var yngdur upp á sextugs-
afmælinu og honum gefið nýtt andlit.
Nýju kápuna gerði ungur teiknari og
listmálari, Ragnar Lár, sem lesendur
þekkja væntanlega af verkum hans.
Ungmennafélagar munu eflaust eftir
hinu gullfallega merki Landsmótsins á
Laugarvatni, en það merki er verk
Ragnars. Hann er sonur hins góðkunna
ungmennafélaga og íþróttaleiðtoga
Lárusar Halldórssonar, fyrrum skóla-
stjóra á Brúarlandi í Mosfellssveit.
Ragnar nam í tvo vetur í Handíða-
og myndlistarskólanum og síðar undir
handleiðslu Gunnars Gunnarssonar.
Hann hefur haldið nokkrar sýningar á
teikningum og málverkum á undan-
förnum árum, en næsta sýning hans
verður í haust. Ragnar Lár hefur unnið
að margskonar störfum um dagana,
,,allt frá sjómennsku niður í blaða-
mennsku“, eins og hann orðar það sjálf-
Framtíðin hlýtur að vera komin undir
yngra fólkinu en ekki því eldra, sem með
athöfnum sínum eða getuleysi hrekur hundr-
uð íslendinga til annarra landa og fjarlægra
heimshorna. Þetta land á ærinn auð. Vonandi
lærist íslendingum að meta hann og nota
hann, ekki sízt þann hluta hans, sem felst í
hæfileikum einstaklinganna og vinnuafli
þeirra, Þá mætti takast að stöðva flóttann úr
landinu. E. Þ.
Ragnar Lár svarar spurningum Skinfaxa í
skrifstofu Spegilsins.
ur. Hann hefur myndskreytt fjölda
bóka og gert margar bókakápur. Hann
skrifaði og teiknaði myndasöguna um
Mola litla, sem krakkarnir hafa mikl-
ar mætur á og búið er að prenta í
tveimur upplögum. Þá munu börn á
öllum aldri hafa skemmt sér við að
horfa á Valla víking í sjónvarpinu, en
Ragnar er höfundur og teiknari þeirra
vinsælu þátta. Myndirnar um Valla
víking hafa einnig verið sýndar í
finnska og norska sjónvarpinu. Ragnar
rekur nú eigin teiknistofu og vinnur
að útgáfu Spegilsins ásamt Ása í Bæ
og fleiri mönnum. Ragnar féllst á að
svara nokkrum spurningum Skinfaxa:
— Manni virðist myndlistarmenn
SKINFAXI
25