Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 10
IþróHaskóli Sigurðar á Leirá Um þessar mundir er Sigurður Guð- mundsson skólastjóri og íþróttakenn- ari að hefja rekstur íþróttaskóla síns fyrir börn og unglinga. Skólinn verður starfræktur í þremur 10 daga nám- skeiðum fyrir pilta og stúlkur á aldr- inum 9—14 ára. Möguleikar eru á því, að unglingarnir taki þátt í fleiri en einu námskeiðanna. Sigurður hefur undanfarin ár stjórn- að slíkum námskeiðum eða vísi að íþrótta-sumarskóla. Hefur þessi starf- semi gefist afar vel og notið mikilla vinsælda. Sigurður er vel kunnur fyrir góðan árangur í íþrótta- og félagsmála- störfum og auk þess er hann reyndur og traustur skólamaður. I Leirársveitarskóla er aðstaða mjög góð. Skólahúsið og heimavistin eru sér- lega vistleg og aðstaða er í húsinu til margvíslegra félagsstarfa, sem Sigurð- ur leggur áherzlu á auk íþróttanna. Við skólann er íþróttavöllur með hvers kyns hlaupa- og stökkbrautum, þar er risið nýtt íþróttahús með fimleikasal og í næsta nágrenni er góð sundlaug. I íþróttaskóla Sigurðar eru kennd- ar frjálsar íþróttir, knattspyrna, körfu- knattleikur, handknattleikur, sund, leikfimi og á kvöldin félagsleg starfsemi með söng, kvikmyndum og dansi. Um 50 unglingar komast á hvert námskeið og skiptist til helminga milli drengja og stúlkna. I íþróttaskólanum, eru holl og skemmtileg viðfangsefni undir góðri leiðsögn. Til fróðleiks birtum við hér dagskrá skólans, sem sýnir hvernig börnin verja deginum: Kl. 8 Vakið — snyrting — tiltekt á herbergjum. 8.30 Fánahylling — morgunverður. 9 Iþróttaæfingar. 12 Hádegisverður — Morgunv. 2 íþróttaæfingar. 3.30 Miðdegismjólk. 4.30 íþróttaæfingar. 7 Kvöldverður. 8.30 Kvöldvökur — söngur — dans — sjónvarp. 9.30 Kvöldmjólk — hvíld. I bréfi sínu til væntanlegra þátttak- enda segir Sigurður m. a.: ,,Að lokum vil ég minna á það, að við ætlum að vera hér saman um tíma til að njóta þess að vera úti í íslenzkri náttúru, iðka fagrar og hollar íþróttir og kynn- ast nýjum vinum í gegnum leik og starf.“ 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.