Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 20
Samtíð og framtíð HROSSAMARKAÐUR Skagfirðingar smöluðu saman stóði sínu snemma vors, drógu tryppin í dilka og seldu úrvalið til Svíþjóðar. Nokkurt fjaðrafok varð í Svíþjóð út af þessum hrossainnflutningi þangað. Verðið á skagfirzku tryppunum var svo lágt, að ýmsir hrossainnflytjendur i Sví- þjóð sáu verzlunarhagsmunum sínum hættu búna og reyndu að breiða út óhróður um ís- lenzku hestana, En það er fleira selt á fæti úr landi en hross. Við höfum t. d. flutt út nokkurt magn af þokkadísum, sem vel hafa staðizt gæða- mat erlendis, og gerð hefur verið tilraun með útflutning á knattspyrnumönnum, að vísu með rýrum árangri síðan Albert Guð- mundsson var upp á sitt bezta. Fyrir nokkr- um árum skýrðu íslenzku blöðin frá því, að Sirrý Geirs (sem áður hét Sigríður Geirsdótt- ir) hefði fengið ,,tilboð“ frá Hollywood, og einnig að Hollendingar hefðu boðið í Þórólf Beck, sem um þær mundir var í atvinnu- mennsku í Skotlandi. Birtust þá m. a. þessar tvær fyrirsagnir í blöðum hér: — „Hreppir Hollywood Sirrý Geirs?“ og „Hollenskt lið vill kaupa Þórólf Beck“. Þá varð einu þjóðskáldi okkar þessi staka á munni: Markaðstryppin götu gulls og eirs ganga járnuð, laus við allan hrekk. Hollywood mun hreppa Sirrý Geirs. Hollenskt lið vill kaupa Þórólf Beck. Markaðstryppin . . . 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.