Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 18
Sérstædur v npur Jóhann Björnsson myndskeri hefur gert einstaklega fallegan og sérstæðan verðlaunagrip fyrir Skákþing UMFf, sem í ár er háð í fyrsta sinn, skv. reglu- gerð, er samþykkt var á sambands- stjórnarfundi s. 1. haust. Verðlaunagripurinn er skákriddari, skorinn í tré af miklum hagleik, en hestshöfuðið er íslenzka hestsins. Þessi völundarsmíð verður farandgripur, og varðveitir hann hverju sinni sá sam- bandsaðili UMFf, sem á sigursveitina á Skákþingi UMFf ár hvert. Reglugerð um keppnina var birt í 4. hefti Skin- faxa 1968. Jóhann Björnsson hefur unnið að myndskurði um áratuga skeið, síðustu 15 árin á vinnustofu Ríkarðs Jónsson- Jóhann Björnsson í vinnustofu sinni ar. Nú er Jóhann með sjálfstæðan rekstur á Skólavörðustíg 8, en þar er einnig gullsmíðaverkstæði sonar hans Hreins Jóhannssonar. Skinfaxi beindi nokkrum spurningum til Jóhanns um leið og hinn nýi verðlaunagripur var skoðaður: — Hefur þessi grein listiðnaðar ekki verið stunduð hér lengi? — Jú, myndskurður hefur fylgt þjóðinni síðan land byggðist og er þá sennilega elsta listgrein, sem hér er stunduð. Það eru til nokkrar minjar um myndskurð frá fyrri öldum, og sumt af því er meðal dýrmætustu forn- minja þjóðarinnar. — Eru færri, sem nú skera í tré, en áður var? — Já þeim hefur fækkað mikið. Fyrir nokkrum áratugum voru all- margir tréskurðarmenn starfandi. Núna eru þeir víst ekki nema tveir eða þrír á öllu landinu, og enginn nemandi í iðninni. Það má geta þess, að tré- skurður var áður fyrr talsvert stund- aður sem heimilisiðnaður. Mig minnir að það hafi verið 1925, sem Geir Þorm- ar ferðaðist um á vegum ungmenna- félaganna og hélt námskeið í mynd- skurði, og tók ég þátt í einu þeirra á Akureyri. Ríkarður hafði líka nám- skeið, m. a. í Hvítárbakkaskólanum. — Hvers vegna fækkar þeim, sem fást við þessa iðngrein? 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.