Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.07.1969, Blaðsíða 6
Tekst okkur að glæða neistann . . . á því, hve allt starf ungmennafélaganna er mikilvægt og mikils virði, ef það væri allt til verðs reiknað. Úr röðum ungmennafélaga hafa kom ið margir beztu forystumenn þjóðarinn ar. Þau voru og eru enn á margan hátt alþýðuskóli uppvaxandi kynslóða og þá um leið hins fullþroska og starfandi manns. Ég er mjög í vafa um, hvort það dekur við æskuna, sem gætir í ræðum og ritum margra manna, sé henni hollt. Mér virðist það ganga út í hreinar öfg- ar, þegar því er haldið fram, að öll mis- tök æskunnar séu hinum eldri að kenna. Uppeldið hafi mistekizt, hinir fullorðnu brugðist skyldu sinni í hand- leiðslu æskunnar. Mistök og víxlspor hennar séu því eingöngu hinum eldri að kenna. Það er vissulega rétt, að mörg víxlspor æskunnar má rekja til mistaka hinna eldri í uppeldi hennar og forsjá. Hinir eldri eru ekki nógu góðar fyrirmyndir hinum yngri. En í hverjum einstakhngi vakir sá neisti, sem veldur mestu um fram- síðarheill hvers og eins. Þennan neista á að glæða og styrkja. Það er okkar hlutverk. Ég tel það mjög misráðið að svipta æskuna þeirri ábyrgðartilfinn- ingu, sem fylgir því að forsvara gerðir sínar og ákvarðanir í stað þess að skjóta sér bak við aðra í því tilfelli. Meira er um það vert að glæða og auka þessa ábyrgðartilfinningu meðal barna og unglinga og hjálpa þeim til þess að geta staðið sem fyrst á eigin fótum og gera sér sem fyrst grein fyrir þeirri ábyrgð, sem í raun hvílir á þeim í síauknum mæli eftir því sem þroski vex. Þeirra er framtíðin. Undir hana eru þau að búa sig, og það þýðir að þau eru að búa sig undir að taka fullan þátt í framvindu mála og ábyrgð á ákvörð- unum og framkvæmdum. Sviptum því ekki æskuna þeim mikilsverða þætti uppeldis hvers einstaklings, sem er í því fólginn að gera sér grein fyrir mikil vægi sjálfs sín og þeirri ábyrgð, er á honum hvílir. Aðalverkefni ungmennafélaganna varðandi þessi mál er að sjá um, að holl verkefni séu fyrir hendi á hverri stundu og á hverjum stað fyrir þetta . . . eða er æskan ábyrgðarlaus ? 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.