Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 3
SKINFAXI 0£T> Jtci Tímarit Ungmennafélags Islands — LXI árgangur — 1. hefti — 1970 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju, hvert 32 síður. Hvert er þitt mat? Það ber stundum við, að raddir heyrast um að verkefni ungmennafélaganna séu þrotin. Þeirra sé því ekki lengur þörf. Eldri félögum, sem á sínum tima skipuðu sveit atorkumanna innan hreyfingarinnar, sést stundum yfir hið mikilsverða hlutverk félag- anna í dag sökum þess að þeir eru ekki leng- ur beinir þátttakendur í starfinu. Þeim finnst bví fátt um verkefnin nú. Þeir menn kunna jafnvel að vera til, sem lelja að opinberar stofnanir geti sem bezt tekið við þessum verkefnum og leyst þau jafn vel eða betur af hendi. Þetta ásamt mörgu öðru þurfa ungmenna- félagar að meta og taka afstöðu til. Höfum við gert okkur fulla grein fyrir hvað hið frjálsa starf félaganna er mikilvægt og á mörgum sviðum, og að það vekur athygli meðal þeirra bjóða, sem hafa ekki svo fjölbsett frjálst starf sem við. Ef við erum í vafa um svarið, lítum þá i kring um okkur. Litum til hinna gróðurvana heiða, lítum til hinna skóglausu hlíða, sem víða blasa við. I þessum tilfellum hafa ung- mennafélagar lagt virka hönd á plóg til úrbóta, gera enn og áfram. Hvað um gróðurreiti viðs vegar við byggð ból og samkomustaði? Hvað um hin mörgu og veglegu félagsheimili víða um land? Hvern þátt hafa ungmennafélögin átt í gerð íþróttamannvirkja í mörgum bæjum °9 byggðalögum? Hvern þátt hafa ungmenna- félögin og ungmennafélagar yfirleitt átt I fram- SKINFAXI fara- og menningarmálum sinna heimabyggða? Eru þau verkefni tæmd? Sé svo ekki, er örugg- lega þörf á félagslegu átaki ungmennafélaga þeim til framdráttar. Kynning á störfum félaganna er takmörkuð og oftast alveg ófullnægjandi. Fólkið í land- inu veit því of lítið um það, hvað fram fer inn- an þeirra, nema þá helzt þegar getið er stórra móta. Umfram allt og sérstaklega skal þó minnt á það, sem mest er um vert, og verður það æfin- lega, og ungmennafélögin láta sig mestu varða, — akurinn, sem sífellt endurnýjast, hið unga fólk, æsku íslands. Þegar metin er staða og starf ungmennafé- laganna í dag verður að hafa þetta og margt annað í huga. Annað vœri blekking. Að þessu athuguðu. Hvert er þá þitt svar? Guðjón Ingim. LANDSBÓKASAFN 302478 ISLANDS

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.