Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 12
 LANDVERND Hinum nýstofnuðu Landgræðslu- og náttúruverndarsamtökum íslands hefur verið valið nafnið „Landvernd“, og er það vissulega vel til fallið. Undir merkj- um Landverndar ættu allir Islendingar að leggja sitt af mörkum til vemdar ís- lenzkum landgæðum og íslenzkri nátt- úru. Fyrsti aðalfundur Landverndar var haldinn í Reykjavík dagana 28. febrúar og 1. marz sl. Þá höfðu 43 félög og fé- lagasambönd gerzt aðilar og höfðu þau rétt til að senda 71 fulltrúa en 65 sátu fundinn. Formaður bráðabirgðastjórnar, Hákon Guðmundsson yfirborgardómari, setti fundinn. Fundarstjórar voru kosnir þeir Jóhannes Sigmundsson, bóndi og Gunnar J. Friðriksson, framkvæmdastjóri. Eftir almennar umræður skiptust full- trúar í nefndir eftir 5 aðalmálaflokkum, sem eru fjáröflun — fræðsla — rann- sóknir — landgræðsla og náttúruvernd. Gerðu nefndir tillögur til starfsáætlunar samtakanna, sem síðan voru ræddar og samþykktar á fundinum. Fyrstu hlutar starfsáætlunar Land- verndar fjalla um fjármál samtakanna og um fræðslu- og kynningarstarfsemi. Síð- ari hlutar áætlunarinnar fara hér á eftir: Rannsóknir. Samtökin láti safna saman og nýta þá þekkingu, sem til er um náttúru landsins. Jafnframt því skulu þau beita sér fyrir eftirfarandi: 1. Rannsóknum á orsökum og eðli gróð- ur- og jarðvegseyðingar. 2. Mismunandi landgræðsluaðferðum. 3. Leit að hentugum plöntutegundum eða staðbrigðum innan lands og utan til notkunar við landgræðslu. 4. Verndun og skynsamlegri nýtingu á náttúru landsins. 5. Rannsóknum á lífheildum á friðuðum svæðum. Samtökin vænta þess, að rannsóknir verði áfram í höndum þeirra stofnana, sem vinna að þessum málum, en hins vegar vilja þau beita áhrifum sínum til þess að afla fjár til rannsókna. Samtökin stofni í þeim tilgangi rann- sóknasjóð, sem styrki rannsóknir á sviði náttúruverndar og landgræðslu með því: a) að veita rannsóknastofnunum eða sérfræðingum styrki til tiltekinna verkefna. b) að veita kandidötum styrki til fram- haldsnáms í landnýtingu, náttúru- vernd eða skyldum greinum. Niðurstöður rannsókna skulu lagðar til grundvallar starfsemi samtakanna. 12 SKiNFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.