Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 26
UMF. SELFOSS gengst árlega fyrir víðavangshlaupi á vet- urna fyrir unglinga á alnrinum 8—15 ára. Keppnin nefnist Grýlupottahlaupið eftir kennileitum á leiðinni. Vegalengnin er tæp- ir 1000 metrar, og er keppt í aldursflokkum. Keppt er sex sinnum á vetri, en meðaltal beztu tíma úr fjórum hlaupum hvers kepp- anha er lagt til grundvallar, þegar metið er til verðlauna að lokum. Fyrsta Grýlupotta- hlaupið í ár var 28. janúar og annað 8. febr. og var þátttaka góð. UNGMENNAFÉLAGIÐ DAGSBRÚN 60 ÁRA Laugardaginn 15. nóvember sl. hélt Umf. Dagsbrún, Austur-Landeyjum í Rangárvalla- sýslu hátíðlegt 60 ára afmæli sitt með veg- legu afmælishófi í félagsheimili sveitarinn- ar, Gunnarshólma. Samkomuna sóttu á þriðja hundrað manns, félagar og gest’ir, heimamenn og burt fluttir. Afmælishátíðin hófst með borðhaldi klukkan 21. Formaður ungmennafélagsins, Ragnar Böðvarsson á Voðmúlastöðum, setti samkomuna og stjórn- aði henni. Dagskráin hófst með almennum söng, við undirleik Skúla Halldórssonar tón- skálds. Karlakórinn Gaukur söng, undirleik og söngstjórn annaðist Árni Ólafsson. Flutt- ur var stuttur leikþáttur, Ævintýrið á Hótel Ölfusá, eftir Emil Ásgeirsson í Gröf. Viðar Marmundsson frá Svanavatni flutti ágrip af sögu félagsins, og flutt var af segulbandi við- tal við einn af stofnendum félagsins, Guð- rúnu Björnsdóttur frá Bryggjum. Félagar úr UMF Dagsbrún sýndu vefaradans undir stjórn Marmundar Kristjánssonar á Svana- vatni. Árni Jónsson frá Hólmi söng einsöng, við undirleik Skúla Halldórssonar. Hinn aldni höfðingi og ungmennafélagi Guðjón Jónsson bóndi i Hallgeirsey stjórnaði al- mennum söng, við góðar undirtektir við- staddra, undirleik annaðist Skúli Halldórs- son. Að lokum lék hljómsveitin Eldar fyrir dansi fram eftir nóttu. Ungmennafélagið Dagsbrún er stofnað fyrsta vetrardag árið 1909, nánar tiltekið 23. október. Fyrsti formaður félagsins var Geir ísleifsson, og með honum í stjórn, Tyrfing- ur Björnsson og Guðmundur Heigason. Afmælisbarninu bárust margar góðar gjaf- ir og heillaóskir, og eftirtaldir hátíðargestir fluttu ávörp: Sigurður Brynjólfsson glímu- kappi, sem kjörinn var heiðursfélagi Dags- brúnar á 60 ára afmælinu. Sigurður færði félaginu að gjöf stækkaða ljósmynd af Ingi- mundi Guðmundssyni með Grettisbeltið, en Ingimundur var glímukappi íslands 1939 og 1940. Sigurður kvaðst vona að mynd þessi yrði vísir að myndasafni af íþróttamönnum félagsins. Ingólfur Jónsson frá Hólmi flutti ávarp frá burtfluttum félögum í Reykjavík, og færði félaginu fagran silfurbikar til keppn; í fi'jálsum íþróttum innan félagsins. Guðmundur Þórðarson frá Sléttubóli flutti félaginu fagurt Ijóð eftir systur sína, Sess- elju Þórðardóttur nú búsetta í Reykjavík. Leifur Auðunsson flutti félaginu kveðjur og árnaðaróskir í bundnu máli. Kristján Guð- jónsson frá Búlandi flutti snjallar minningar í bundnu og óbundnu máli, Erlendur Árna- son oddviti flutti ávarp, og Þórður Loftsson frá Bakka kveðjur og árnaðaróskir. Eggert Haukdal gjaldkeri Skarphéðins flutti kveðjur frá héraðssambandinu, og færði félaginu að gjöf borðfána HSK. Þá flutti formaður UMFÍ, Hafsteinn Þorvalds- son, kveðjur frá Ungmennafélagi íslands, og færði Umf. Dagsbrún fána UMFÍ, Hvítblá- inn, á borðfánastöng. 26 S K I N FA X I

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.