Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 14
Náttúruvernd.
A. Náttúruvernd iná skilgreina sem skyn-
samlega meðferð og nýtingu náttúr-
unnar eftir alhliða mati og framsýni.
Starf samtakanna á sviði náttúru-
verndar hlýtur að mótast af samvinnu
við Náttúruverndarráð og náttúru-
verndarnefndir. Þá er eðlilegt, að
stjórn samtakanna hafi samvinnu við
félög, sem hafa náttúruvernd sérstak-
lega á stefnuskrá sinni, við afgreiðslu
náttúruverndarmála. Auk þess ber að
leita eftir samvinnu við náttúruvemd-
arsamtök erlendis.
B. Samtökin beiti sér sérstaklega fyrir
náttúruvernd á eftirfarandi sviðum:
1. Alfriðun landsvæða með fjölbreytt-
um gróðri og dýralífi. Svæði þessi
friðuð fyrir allri röskun eða íhlut-
un manna, svo sem fyrir beit,
plöntun og áburði. Svæðin verði
það stór, að eðlileg hfverusamfélög
nái að þróast innan þeirra. Haldið
verði uppi kerfisbundnum rann-
sóknum til langs tíma á þessum
svæðum.
2. Fjölgun friðaðra landssvæða (þjóð-
garða) til útivistar og náttúru-
fræðslu fyrir almenning.
3. Verndun gróðurlenda, sem kunna
að vera í hættu á hverjum tíma,
þannig að ekki sé svo á slík sam-
félög gengið, að útrýming þeirra
vofi yfir eða þeim sé eytt að fullu.
Sem dæmi um slíka verndun sem
nú er aðkallandi má nefna tak-
markaða friðun votlendis.
4. Samtökin stuðli að því að fvlgzt
verði gaumgæfilega með mengun
og mengunarhættu í lofti, láði og
legi og hvetji til aðgerða gegn
mengun í tæka tíð.
5. Samtökin beiti sér fyrir því, í sam-
ráði við stjómvöld og aðra viðkom-
andi aðila, að þegar ráðgerðar eru
stórframkvæmdir, svo sem virkjan-
ir, sem valda verulegum og óaftur-
kallanlegum breytingum á náttúm-
fari stórra landssvæða, þá séu frá
upphafi hafðir með í ráðum sér-
fróðir menn um hið líffræðilega
jafnvægi í náttúrunni. Og þegar
metið er, hvaða ávinningur sé að
slíkum framkvæmdum, þá skuli
ekki síður tekið tillit til líffræði-
legra raka en verkfræðilegra.
6. Samtökin beiti sér fyrir því að sam-
starfi sé komið á við alla þá aðila,
sem mest áhrif hafa á ráðstöfun
lands.
7. Samtökin stuðli að skrásetningu
náttúrufyrirbæra og staða, sem
ástæða er til að vemda eða hlynna
að.
C. Samtökin stuðli að almennri þátttöku
í náttúruvernd og bættum umgengnis-
venjum úti í náttúrunni. Sem dæmi
má nefna:
1. Hvatningu til góðrar umgengni,
svo sem framhald á kynningar-
starfsemi í líkingu við „Hreint land
— fagurt land“.
2. Hreinsun meðfram vegum, á vin-
sælum ferðamannastöðum, á fjör-
um og víðar í samvinnu við sveitar-
félög á hverjum stað.
14
SKINFAXI