Skinfaxi - 01.02.1970, Side 25
Gestur
Guðmundsson,
form. Umf.
Breiðabliks.
UNGMENNAFÉLAGIÐ BKEIÐABLIK
Hélt upp á 20 ára afmæli sitt með kaffi-
samsæti og skemmtun í Félagsheimili Kópa-
vogs hinn 14. febrúar. Félagið var stofnað
12. febrúar 1950, og var Grímur Norðdahl
fyrsti formaður þess. Þótt Breiðablik sé í
hópi yngri ungmennafélaga landsins, er það
nú þegar orðið fjölmennasta félagið. Stofn-
endur Breiðabliks voru 29 að tölu en nú eru
félagar ?-???. Hinn mikli og öruggi fram-
gangur Breiðabliks er bæði að þakka ötulli
forystu og stórum og fjölhæfum hópi íþrótta-
fólks, sem sett hefur mikinn svip á fjölmörg
íþróttamót undanfarið. Saga Breiðabliks er
mjög nátengd sögu Kópavogs, en byggðin
þar var enn á byrjunarstigi, þegar félagið
var stofnað. Bæði Kópavogur og Breiðablik
hafa vaxið ört þessa tvo áratugi og hvort
verið öðru trútt alla tíð. Umf. Breiðablik
hefur naldið uppi og skipulagt fjölbreytta
íþróttastarfsemi, sem hefur orðið kaupstaðn-
um til sóma. Kópavogsbær hefur líka styrkt
félagið með ráðum og dáð, og færði félaginu
myndarlega afmælisgjöf á tvítugsafmæli
þess.
Starfsemi Breiðabliks hefur aldrei verið
öflugri en nú, og félagið lætur æ meir að
sér kveða í íþróttamálum og félagslífi. Á af-
mælishátíð félagsins bárust margar kveðjur
og árnaðaróskir. Formaður UMFÍ, Hafsteinn
Þorvaldsson, flutti kveðjur stjórnar UMFÍ
og færði félaginu borðfána UMFÍ að gjöf.
Gestur Guðmundsson er formaður Umf.
Breiðabliks og hefur verið það síðan 1967.
Auk hans eru í stjórninni: Grétar Kristjáns-
son varaformaður, Guðmundur Óskarsson
gjalskeri, Daði Jónsson ritari og Ingólfur
Ingólfsson spjaldskrárritari.
UNGMENNAFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR
í Vatnsleysustrandarhreppi er eitt af fjór-
um ungmennafélögum, sem starfa á Suður-
nesjum. Starfsemi Þróttar hefur sannarlega
verið þróttmikil undanfarið. Á vegum félags-
ins eru æfðar ýmsar greinar íþrótta, m. a.
keppir sveit frá félaginu jafnan í róðri á
sjómannadaginn, og hefur hún sigrað undan-
farin tvö ár. Þá vann unglingasveit félagsins
róðrarkeppni unglinga s.l. vor. Fyrir
skömmu keypti félagið samkomuhúsið Glað-
heima í Vogum ásamt kvenfélaginu Fjólu
og hreppsfélaginu. Hefur aðstaða til félags-
starfseminnar því batnað við það. Þróttur
gengst árlega fyrir fullveldisfagnaði nálægt
1. desember, og var slíkur fagnaður haldinn
28. nóvember s.l. Var þar margt til skemmt-
unar og öll dagskráratriði önnuðust heima-
menn sjálfir. Formaður Umf. Þróttar er Jón
Haukur Aðalsteinsson.
Þátttakendur í Grýlupottahlaupi Umf. Selfoss.
SKINFAXI
25