Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1970, Síða 23

Skinfaxi - 01.02.1970, Síða 23
Greinilegur var munurinn á því landi, sem áburð hafði fengið í fyrra, og því, sem aldrei hefur áburð fengið. Vonandi á þessi starfsemi eftir að stóraukast um land allt því alltof víða er geysileg hætta á stóraukn- um uppblæstri verði ekkert við gert. Sveitakeppni í skák var háð í fyrravetur og þar sigraði lið frá Ungmennafélaginu Hvöt. Héraðsmót í skák var haldið í sam- vinnu við U.S.V.H. Héraðsmeistari varð Jón Torfason frá Torfalæk. í vetur teflir hann á alþjóðaskákmótinu, sem háð er í Reykja- vík. Lið sambandsins tók þátt í undanrásum Skákþings U.M.F.Í. og tefldi við lið U.M.S.S. og U.M.S.E. á Blönduósi. 52. þing U.S.A.H. var haldið á Blönduósi 11. maí. Þingið sátu 30 fulltrúar frá 8 félög- um auk gesta þingsins, en þeir voru: Guðjón Ingimundarson varaform. U.M.F.Í., Sigurð- ur Guðmundsson stjórnarnefndarmaður í U.M.F.Í. og Ólafur Óskarsson form. U.S.V.H. Formaður sambandsins, Kristófer Krist- jánsson, lagði fram fjölritaða ársskýrslu U.S.A.H. fyrir árið 1968 og skýrði hana. Einnig lét hann þess getið að hann gæfi ekki kost á sér við formannskjör sem fram átti að fara síðar á fundinum. Taldi sig ekki hafa tíma til að sinna því starfi sem skyldi og hann væri búinn að gegna þessu starfi í 5 ár og áliti að sami maður ætti ekki að vera °f lengi formaður. Þakkaði hann síðan gott samstarf með félögunum og hvatti þá til virkrar og vaxandi starfsemi. Síðan ávörpuðu gestirnir fundinn og for- menn hinna ýmsu nefnda innan sambands ins skýrðu frá störfum sínum. Síðan störfuðu nefndir og margar tillögur voru samþykktar. Formaður til næstu þriggja ára var kjör- inn Magnús Ólafsson Sveinsstöðum, en aðrir 1 stjórn eru Jón Ingi Ingvarsson varaform., Stefán Á. Jónsson ritari, Ottó Finnsson gjaldkeri og Valur Snorrason meðstjórn- andi. 30. 1. 1970. 48. ÁRSÞING U.M.S. BORGARFJARÐAR. 48. ársþing UMSB. var haldið í samkomu- húsinu í Borgarnesi sunnudaginn 18. janúar Form. UMSB, Vilhjálmur Einarsson skólastj. setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna til þings. Kvaðst hann vona að störf öll á þinginu yrðu unnin til heilla og framfara fyrir héraðið, íþróttirnar og æsk- una. Fundarstjóri var kjörinn Sigurður R. Guðmundsson skólastj. og til vira Gísli Halldórsson. Fundarritarar: Jón F. Hjartar, og Kjartan Sigurjónsson. Þingið sátu 34 þingfulltrúar frá 9 sam- Vilhjálmur Einarsson, form. UMSB. bandsfélögum, auk gesta, en þeir voru: Frá UMFÍ. Hafsteinn Þorvaldsson og Guðm. Guðmundsson, frá Í.S.Í. Gunnlaugur J. Briem og Sveinn Björnsson og Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi. Þinggögn lágu frammi í vönduðum möpp- um og ársskýrsla fjölrituð, hið vandaðasta rit. Ársskkýrsla UMSB sýnir, að starfsemi sambandsins er mjög fjölþætt og fer stöðugt vaxandi. 12 fastanefndir eru starfandi á vegum sambandsins í hinum ýmsu starfsgreinum, er vinna með sambandsstjórn. UMSB. starf- rækir sumarbúðir fyrir börn og unglinga að Reykholti og Leirárskóla með mikilli þátttöku. Spurningakeppni fór fram á sam- bandssvæðinu að tilhlutan UMSB. Mikil og vaxandi þátttaka er í landgræðslustörfum og vel að unnið. Fyrsta skákmót UMSB. fór skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.