Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1970, Page 10

Skinfaxi - 01.02.1970, Page 10
mennafélaga, héraðssambanda, skóla og fleiri aðila til öflunar skemmtiefnis af ýmsu tagi, er safnið gæti síðan séð um dreifingu á. Vonast er til að starfsemi þessi geti hafizt með fullum krafti þegar á næsta hausti og þar með veitt áður- greindum aðilum mikilsverða þjónustu á þessum sviðum gegn vægu gjaldi. Stjórn UMFÍ er með ýmis stórfelld áform á prjónunum í sambandi við starf- rækslu og framkvæmdir í Þrastaskógi, en þar eiga samtökin 48 hektara lands, sem telja verður milljóna verðmæti. Unn- Sendið Skinfaxa góðar visur Austan úr Öræfum barst Skinfaxa eftir- farandi vísa, sem sýnir að enn eru til menn, sem kunna vel að fara með hinn forna dróttkvæðahátt. Vísan er eftir for- mann Umf. Öræfa, Þorstein Jóhannsson kennara á Svínafelli. SÓLARLAG Gengur nú sól til sængur, saumuð gullbekkjum rekkjan, lýsir af hári ljósu, leggur varma frá barmi. Dagur þá höfði hneigir, hljóður og vangarjóður, hægur af veraldarvegi víkur og háttar líka. ið er að gerð líkans af iillu svæðinu, þar sem hugmyndum um afnot og nýtingu verður komið fyrir. Forráðamenn um ferðamannamóttöku á íslandi hafa á undanförnum vikum sýnt mikinn áhuga á samvinnu mn að stórbæta alla aðstöðu í Þrastaskógi til ferðamannamóttöku, og er nú í athugun hvernig aflað verður fjár til þeirra hluta, en sem kunnugt er hafa samtökin ekki fjánnagn til þess af sínum mjög svo takmarkaða fjárhag. Eins og kunnugt er hafa verið stofnuð landssamtök um landgræðslu og náttúru- vernd, meðal annars fyrir tilstuðlan UMFÍ. Hefjum hið fyrsta undirbúning land- græðslustarfanna í vor og á næsta sumri. Aðildarfélög UMFÍ þurfa nú þegar að fara að huga að verkefnum, og vinsam- legast gerið okkur viðvart um áætlanir ykkar í þessum efnum svo fljótt sem auð- ið er. Fyrirgreiðsla frá okkar hendi er fúslega af hendi látin, en um fram allt skipu- leggjum landgræðslustarfið vel og i tíma og þannig, að sem flestir fái að vinna að þessu hugstæða .verkefni. 14. landsmót UMFÍ hefst þegar á þessu ári með forkeppni í knattleikjum. Mikill og vaxandi áhugi er fyrir iðkun knattleikja hjá aðildarfélögum UMFÍ, og þess vegna búist við stóraukinni þátttöku miðað við fyrri mót. Landsmótsnefnd liefur nú til athugunar að taka handknatt- leik karla sem aukagrein á þessu móti, og er það ekki að ófyrirsynju, þar sem handknattleikur er að verða sú íþrótta- grein, sem við getum helzt státað af í samjöfnuði við erlendar þjóðir. 10 SKIN.FAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.