Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 7
Fyrsta námskeið Félagsmálaskólans Fyrsta námskeiðið í Félagsmálaskóla UMFÍ var haldið í íþróttaskólanum í Haukadal dagana 21. og 22. febrúar s.l. Þátttakendur í námskeiðinu vom 8 nem- endur skólans og einn að auki samtals 9. Kennarar á námskeiðinu voru þeir Sigur- finnur Sigurðsson og Hafsteinn Þorvalds- son. Námskeiðið hófst kl. 17.00 laugardag- inn 21. febr. með setningarræðu form. UMFÍ, Hafsteins Þorvaldssonar. Hann gerði grein fyrir starfsáætlun á nám- skeiðinu, og kynnti námsefni og sam- kennara sinn á námskeiðinu. Hafsteinn kvað það alltaf hafa verið áform sambandsstjórnar UMFÍ, að fyrsta námskeiðið í Félagsmálaskóla UMFÍ mætti fara fram innan veggja íþrótta- skólans í Haukadal í virðingar og þakk- lætisskyni við þá merku stofnun og skóla- stjórann Sigurð Greipsson, sem um ára- tugi hefur þjónað hugsjónum íslenzku ungmennafélagshreyfingarinnar af ein- stakri alúð og atorku. Því næst var gengið til dagskrár og kennsla hafin. Dagskráin var sem hér segir: Þátttakendur á fyrsta námskeiði Félagsmála- skóla UMFÍ ásamt Siguröi Greipssyni, skólastjóra í Haukadal, og kennurum á nám- skeiðinu. skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.