Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 4
FORSÍÐUMYNDIN Myndin á forsíðunni er til þess að minna alla ungmennafélaga á, að næsta landsmót UMFI verður háð á næsta ári. Forkeppnin í knattleikjum hefst þegar á þessu ári og er búizt við mikilli þátt- töku. Þessa líflegu knattspyrnumynd tók Sigurjón Jóhannsson á síðasta landsmóti á Eiðum 1968. Það eru Þingeyingar og Skagfirðingar, sem þama berjast um knöttinn. GLÍMAN Á NÆSTA LANDSMÓTI Vert er að vekja athygli á því að á sambandsþingi UMFÍ í fyrra var sam- þykkt, að á næsta landsmóti UMFÍ skuli keppt í tveimur þyngdarflokkum í glímu, en til þessa hefur aðeins verið keppt í einum opnum flokki. Samþvkkt þingsins var svohljóðandi: Glímukeppni skal haga þannig, að keppt sé í tveimur flokkum, þ. e. 1. og 2. þyngdarflokki, og verði flokkaskipting þannig: 1. þyngdarflokkur yfir 84 kg. 2. þyngdarflokkur 84 kg og þar undir. Hvert héraðssamband eða aðildarfélag hefur rétt til að senda tvo keppendur í hvorn flokk. Stigahæsti glímumaður í hvorum flokki hlýtur sérverðlaun einnig stigahæsta hér- aðssamband. Sex fyrstu menn hljóta stig sem hér segir: 1. 6 stig, 2. 5 stig, 3. 4 stig, 4. 3 stig, 5. 2 stig og 6. I stig. SKÁKÞING UMFÍ 2. Skákþing UMFÍ verður háð í vor, og er undirbúningur þegar hafinn. Von- andi sjá sem flestir sambandsaðilar sér fært að senda sveit til keppni. Forkeppn- in hefst sennilega um mánaðamótin maí—júní. Keppt er um hinn veglega verðlaunagrip, Skinfaxastyttuna. Hand- hafi hennar er Héraðssambandið Skarp- héðinn. Skarphéðinn sextugur Á þessu ári á Héraðssambandið Skarp- héðinn 60 ára afmæli. Á héraðsþingi HSK nýverið var ákveðið að minnast þessa merkisafmælis í sambandi við héraðsmót HSK að Þjórsártúni 20.—21. júní í sum- ar. Hermann Sigurjónsson í Raftholti er formaður hátíðarnefndarinnar. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.