Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 19
Almenningsstundstaðir hafa haft geysimikia þýðingu fyrir heilsu- rækt. Myndin er úr Sundhöll Reykjavíkur. frískur maður er afkastameiri, getumeiri og fær meira jákvætt út úr lífi sínu en sá, sem vanheill er. Og ýmislegt má gera til þess að viðhalda heilsunni og líklega er það einfaldasta að skokka — s-k-o-k-k-a !! Sá, sem skokkar um reglu- lega, bætir með því stórlega starfshæfni hjarta síns, lungna og æðakerfis, þessara þriggja meginorsaka hrörnunar líkamans, og jafnframt fá vöðvar líkamans og liðir hans sína þjálfun. Á vissu skeiði æfinnar auka miklir og bústnir vöðvar mjög sjálfs- álit einstaklingsins, en líf hans og heilsa byggist fyrst og fremst á starfshæfni lungna og hjarta. Með því að skokka um geta allir frá 7 til 70 ára eða lengur, bætt líkamsgetu sína að mun, án þess þó að þurfa að breyta lífsháttum sínum að neinu ráði, og þeir sem einu sinni voru i æfingu geta með skokkinu endurheimt hluta þeirrar getu sinnar, sem þeir héldu sig hafa tapað algerlega. En byrja skal þó skokkið gætilega eins og annað og allir, sem liðið hafa sjúk- dóma af völdum hjartakvilla, lungna eða liðamóta, ættu áður en þeir hefja skokkið, að fara til læknis síns, fá ráðleggingar hans og fara eftir þeim. Hvað er svo skokk? Eg skal reyna að svara þessu fáum orðum svo öllum geti orðið það ljóst: 1) Skokk er næsta hraðaaukning eftir gönguna, eða hægasta, rólegasta hlaupið. 2) Skokk táknar stöðugt hlaup á róleg- um hraða, sem þó er rofið öðru hverju af göngu til þess að kasta mæðinni. 3) Skokk getur táknað fullkomna líkamlega heilsuræktaráætlun. Ég hef enn ekkert gott orð feiigið yfir orðin ,,motion“ og að ,„motionera“! Er enginn lesenda, sem getur hjálpað mér? G. Þór. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.