Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 5
FÉLAGSMÁLASKÓLI UMFÍ tekinn til starfa Stjórn UMFÍ tók þegar í stað eftir sambandsþingið í fyrra að fjalla um leið- ir til að auka félagsmálafræðslu á vegum samtakanna. Ljóst er, að þörfin er orðin brýn á að gefa ungu fólki tækifæri til að kynna sér félagsmálastörf og að æfa sig í ræðumennsku og félagslegri stjórnun. Þjóðfélagsaðstæðurnar hafa um langt árabil undanfarið leitt til þess að ungt fólk hefur haft lítinn tíma til að sinna almennum fundastörfum og komast í lifandi tengsl við stjórnunar- og fram- kvæmdastörf í félögum. Fyrir nokkrum áratugum voru ung- mennafélögin virkur og áhrifamikill fé- lagsmálaskóli, þar sem fjöldi æskufólks komst í kynni við hugsjónabaráttu og lærði að tjá skoðanir sínar í orði og á borði. í umróti og örri tækniþróun síð- ustu áratuga hefur fólk gefið sér lítinn tíma til virkrar þátttöku og starfs í fé- lagssamtökum. í kapphlaupinu um efna- leg gæði, sem krafðist langs vinnudags og lítilla frístunda minnkaði almenn þátt- taka í félagsstörfum og störfin hlóðust gjarnan á herðar þeirra, sem voru eldri °g þrautseigari. Ekki bætir það úr skák, að skólarnir hafa til þessa lítið sem ekk- ert sinnt félagsmálakennslu og er það vissulega brotalöm í íslenzka skólakerf- inu. Þessi þróun hefur leitt til þess, að í öllum stærstu félagshreyfingum landsins er orðinn tilfinnanlegur skortur á ungu fólki með félagslega þekkingu, æfingu og reynslu, sem er nauðsynleg til farsællar forystu í félagasamtökum. Á þetta ékki hvað sízt við um æskulýðs- og íþrótta- félög, og ungmennafélögin hafa ekki far- ið varhluta af þessari þróun. Nú er líka svo 'komið, að unga fólkið finnur sjálft að hér er þörf á að bæta fyrir vanrækslu liðinna ára. Það hefur forysta UMFÍ orðið vör við undanfarið í undirbúningi sínum fyrir aukna félags- FÉI.AGSMAI.ASKUl.I UMFl skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.