Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 16
Við skulum skokka um okkur til góðs.
Sjúkrakostnaður flestra landa heims
hefur margfaldast á síðustu árum og
nálgast nú óðum að vera allstaðar talinn
í milljörðum króna.
Þessi þróun heilbrigðismálanna hefur
vakið athygli hugsandi manna og leitt
til þess að ýmsar þjóðir rannsaka nú eðli
þessarar þróunar, og reyna að finna leiðir
til þess að gera hana hægfara og helzt
að snúa henni við.
Fvrirbyggjandi heilsurækt eru orð, sem
Hressingar- og endurnæringaræfingar í mat-
sal verksmiðju einnar í Svíþjóð. Slíkar æf-
ingar geta stóraukið starfsþrekið og vellíðan
manna.
komið liafa fram í þeim umræðum, sem
um málin hafa spunnist.
Gamla máltækið, að of seint sé að
byrgja brunninn, þegar barnið sé dottið
ofan í virðast sumir taka alvarlega. Flug-
félögin hafa afar strangar reglur um eftir-
lit og fyrirbyggjandi aðgerðir í sambandi
við flugvélar sínar. A ýmsum öðrum svið-
um hugsa menn líkt.
En, þegar komið er að umræðum um
heilsu okkar, eru ráðamenn oftast tregir
til að leggja fram fé til að koma í veg fyr-
ir sjúkdóma, því erfitt reynist að benda
ákveðið á að þetta eða hitt fáist fyrir fjár-
framlagið.
Á undanförnum áratugum hefur skóla-
ganga unglinga yfirleitt lengst og nauð-
synlegt hefur reynzt að fjölga námsgrein-
um. Þetta hefur svo leitt til þess, þar sem
ekki er hægt að hafa fólkið á skólabekkn-
um nema ákveðinn fjölda tíma á viku,
að skólaforráðendur hafa byrjað að meta
námsgreinarnar og fækka tímum nem-
anna í þeim efnum, sem að þeirra áliti
hafa verið síður nauðsynleg en önnur.
Og þótt undarlegt sé, haía íþróttatímarn-
ir fallið í þessa ónáð.
Sem betur fer virðist þessi þróun nú
16
SKINFAXI