Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1970, Blaðsíða 8
1. Sigurfinnur Sigurðsson flutti fræðslu- erindi um þátttöku almennings í frjálsu félagsstarfi, og skyldur hins almenna borgara til þátttöku í því í lýðræðisþjóðfélagi. (Kennari bar fram fyrirspurnir til nem- enda, og svaraði fvrirspurnum þeirra um þetta efni.) 2. Hafsteinn Þorvaldsson flutti erindi um skipulagsmál UMFÍ. aðildarfélög þess, störf og markmið. (Matarhlé.) 3. Kvöldvaka: a) Kvikmyndasýning. Sýndar kvik- myndir frá 5. landsmóti UMFI að Hvanneyri 1943, og 11. landsmót- inu að Laugum 1961. (Landsmótskynning fór fram á undan sýningunni, þar sem getið var þess helzta í sögu landsmóta UMFÍ frá upphafi.) 4. Sigurfinnur Sigurðsson hóf kennslu i framsögn og mælsku. — (Nemendur fóru allir í ræðustól kynntu sig og sögðu í fáum orðum frá sjálfum sér.) 5. Kvikmvndasýning. Sýnd var mynd frá 14. landsmóti UMFÍ að Eiðum 1968. Sunnudagur 22. febr. 1. Hafsteinn Þorvaldsson. Kennsla í frumatriðum í skyndihjálp. a) Munnleg fræðsla þar sem teknar voru til meðferðar 50 spurningar úr slysahjálpinni. b) Skuggamyndasýning. — Sýndar og skýrðar 230 myndir um slysahjálp. 2. Sigurfinnur Sigurðsson. — Kennsla í fundarstjórn og fundarreglum. (Kaffi.) 3. Hringborðsfundur. — Þar sem nem- endur og kennarar ræddu meðal ann- ars um stjórnun og uppbyggingu fé- laga, ungmennafélagshreyfinguna og námsefni, sem farið hafði verið yfir á námskeiðinu. 4. Námskeiðsslit. a) Form. UMFI flutti nemendum og skólastjóra Haukadalsskólans þakk- ir, og sleit námskeiðinu. b) Sigurður Greipsson skólastjóri þakkaði leiðbeinendum komuna og námskeiðið, sem hann taldi mikils- verðan stuðning skólastarfi sínu. Sigurður fór snjöllum orðum um hagnýtt gildi þess námsefnis, sem nemendum var kynnt á námskeið- inu, og hvatti nemendur til dáða og drengskapar undir merki ung- mennafélaganna. FJÓRÐUNGSGLÍMUR 1970. Glímusambandið hefur, falið þessum aðilum að sjá um fjórðungsglímurnar 1970: 1. Héraðssamband Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu um Fjórðungsglímu Vestfirðinga. 2. Glímuráði Suður-Þingeyinga um Fjórðungsglímu Norðlendinga. 3. Glímuráði U.I.A. um Fjórðungsglímu Austfirðinga. 4. Glímunefnd Héraðssambandsins Skarphéðins um Fjórðungsglímu Sunn- lendinga. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.