Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1970, Page 3

Skinfaxi - 01.04.1970, Page 3
SKINFAXI Tímarit Ungmennafélags íslands — LXI árgangur — 2. hefti — 1970 — Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju, hvert 32 síður. Skemmtilegra félagslíf Eins og margir ungmennafélagar muna var hér fyrr á árum til nokkurt safn leikrita og skemmtiþátta hjá UMFÍ til útlána og sölu. þessi starfsemi hefur nú legið niðri um skeið, en nú hefur stjórnin ákveðið að kanna málið að nýju og athuga, hvort ekki sé grundvöllur fyrir verulegri aukningu á þessum nauðsynlega Þætti í starfsemi okkar. Stjórn UMFÍ vill koma á fót þjónustu af Þessu tagi, sem nái til sem flestra, er sinna félags- og upeldismálum. Þess vegna óskar UMFi sérstaklega eftir samstarfi við alla skóla 'andsins um þetta mál og telur, að með því móti verði skólunum auðveldað að þjálfa börn ' Þessari mjög svo nauðsynlegu „námsgrein" °9 Þá um leið undir þátttöku í félagsstarfi að lokinni skólagöngu. Allir þeir, sem eitthvað hafa starfað að fé- lagsmálum, hvort heldur í félagi eða skóla, Þekkja erfiðleikana á að útvega skemmtiefni. Hér er um að ræða stutta þætti af ýmsu tagi, sem notaðir væru sem dagskráratriði á kvöld- vökum og fundum eða í samþandi við ferða- og heimsóknir til skemmtunar og sjálf- sögðu til æfingar í framkomu og framsögn. Við þessar athuganir vaknar spurningin um Það, hvar við eigum að fá slíkt efni. Skemmti- efni er afar víða til en e.t.v. ekki mikið á hverjum stað. Það er hugmynd stjórnarinnar, aÞ ungmennafélagar, skólastjórar, kennarar °9 forráðamenn í ýmsum félagasamtökum gerist samstarfsmenn okkar um að safna og benda á margskonar efni af þessu tagi og senda UMFÍ. Hér skulu tilgreindir nokkrir efn- isþættir: 1. Gamanþættir af ýmsum stærðum, 2. Sígildar gamanvísur, 3. Skrautsýningar, 4. Ýmsir leikir, er hæfa á kvöldvökum, 5. Ábend- ingar um gerð spurningaþátta. UMFÍ sér um að vinna úr því efni, sem berst, og að flokka það. Síðan verður gerð skrá yfir þættina og send þeim, er þess óska. Þættirnir verða síðan fjölritaðir og seldir á kostnaðarverði þeim, er um þá biðja. Það er von UMFÍ að þetta megi vel tak- ast, og þar með verður hægt að gera félags- lífið fjölbreyttara og skemmtilegra. Sig. R. Guðmundsson. skinfaxi 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.