Skinfaxi - 01.04.1970, Page 12
Samtíð og framtíð
Nýjar íþróttagreinar
Skilningur fólks á gildi heilsuræktar með
íþróttaiðkunum fer stöðugt vaxandi. Miklu
máli skiptir, að sem flestir finni íþróttir við
sitt hæfi, og það ættu allir að geta, því að
miklu er úr að moða. íþróttagreinar á al-
þjóðamælikvarða eru orðnar geysimargar,
t.d. ef miðað er við þær íþróttir, sem eru á
dagskrá olympíuleika eða heimsmeistara-
móta. Mikið vantar á að þær hafi allar
numið land hér hjá okkur. Nýjar íþrótta-
greinar eiga oft erfitt uppdráttar hér á
landi, og veldur fámennið mestu um, þ.e.
ekki tekst að fá nægilega fjölmennan hóp
til að iðka íþróttina og kosta rekstur henn-
ar.
Það var ekki vonum fyrr að haldið var
íslandsmót í blaki nú í vetur. Þessi íþrótt
hefur fyrst og fremst verið iðkuð í skólum,
enda voru það skólalið, sem settu mestan
svip á þessa fyrstu keppni. Blak hefur marga
kosti, sem ættu að tryggja íþróttinni út-
breiðslu og vinsældir. Blak má iðka bæði
úti og inni. Útbúnaður er ekki svo viða-
mikill, að iðkun blaks þurfi að vera kostn-
aðarsöm. Þessi íþrótt er jafnt fyrir karla
og konur og nýtur mikilla vinsælda víða
um lönd.
Judo hefur ekki verið iðkað hér á landi
nema i rúm 10 ár, og virkir iðkendur munu
vera innan við þrjú hundruð. Það sem há-
ir útbreiðslu judoíþróttarinnar hér á landi
er skortur á þjálfurum, því útilokað er að
æfa judo nema undir leiðsögn manna með
verulega kunnáttu og reynslu í iðkun iþrótt-
arinnar. Judo er mjög „teknisk" íþrótt og
krefst mikillar ástundunar og þolinmæði,
en þeir, sem leggja erfiðið á sig, fá ríku-
lega uppskeru erfiðis síns. Judo er íþrótt
fyrir menn á öllum aldri, þótt aðeins þeir
yngri æfi með keppni fyrir augum. Judo
mun nú aðeins vera iðkað í Reykjavík og í
Vestmannaeyjum, en í sumar mun ÍSÍ gang-
ast fyrir stofnun sérsambands í judo, og má
þá vænta aukinnar sóknar þessarar íþrótta-
greinar. Þess skal getið, að í hópi íslenzkra
judomanna eru ágætir afreksmenn, en þeir
hafa alltof fá tækifæri til keppni. Fyrsta
íslandsmeistaramót í judo verður í júlí-
mánuði n.k.
12
SKINFAXI