Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 7
íþróttavelli, sem sést bezt á því, að hvergi er hægt að halda íþróttamót í héraðinu nema á Sauðárkróki. í þessum málum hafa sveitarstjómirnar sofið á verðinum, því þeim ber að sjá ungu fólki fyrir að- stöðu til íþróttaiðkana. UMSS hefur margoft gert samþykktir, sem krefjast úr- bóta á þessu, en litlar úrbætur fengið. Það, sem ég vil svo sérstaklega minnast á, er skortur á tilsögn og þjálfun í félags- málum og stjómun félaga. Við þurfum að geta veitt forystumönnum félaganna leiðbeiningar og hagnýta æfingu í fé- lagsmálum til að auka sjálfstraust þeirra og þekkingu í félagsstörfunum. í þessu sambandi vænti ég góðs af Félagsmála- skóla UMFÍ, sem farið hefur vel af stað, og ég vona, að Skagfirðingar fái að njóta góðs af starfi hans sem fvrst. — Hvað hyggur þú til landsmótsins að ári? — Starf okkar í heild miðar nú í stöð- ugt vaxandi mæli að þessu stóra marki. Okkar stóra áhugamál og um leið áhyggjuefni er að geta sem bezt haldið merki landsmótanna á Iofti. Landsmót- in hafa jafnan verið kórónan á starfi ungmennafélaganna, og við ætlum ekki að láta merki þeirra falla hjá okkur, þótt UMSS sé miklu fámennara samband en þau héraðssambönd, sem annazt hafa undanfarin landsmót. Okkur er því í rauninni meiri vandi á höndum en þeim, en ef áform okkar takast sem nú horfir, þá ættu aðstæður að verða hér góðar, og við heitum á fólk um allt land að koma á landsmót UMFf á Sauðárkróki næsta sumar. Sambandsaðilar UMSS Samkvæmt ársskýrslu UMSS, sem lögð var fram á þingi sambandsins í vor, var félagatala sambandsaðilanna um síðustu áramót svo sem hér fer á eftir. Þess er þó að geta, að skýrslur hafa ekki borizt frá öllum sambandsfélögunum, svo að þessar tölur geta eitthvað breytzt. Félagatala Nafn félaes: Stofnár: Sksk. Ósksk. samt. Umf. Glóðafeykir 1908 25 25 — Framför 1905 104 5 109 — Fram 1907 53 7 60 — Æskan 1905 34 17 51 — Tindastóll 1907 151 31 182 — Grettir 1954 33 1 34 — Hegri 1908 11 11 — Hjalti 1927 12 13 25 — Geisli 1898 45 2 47 — Höfðstrendingur 1917 29 50 79 — Holtshrepps .. . 1919 25 3 28 Skíðafél. Fljótamanna . 1951 18 22 40 Samtals 540 151 691 Sambærilegar tölur frá fyrra ári eru 473 166 639 SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.