Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 17
ætlum okkur líka að koma hér upp bæði sögulegri sýningu, er sýni þróun byggð- arinnar og þróun fyrirtækja og stofnana, og einnig málverkasýningu, þar sem sýnd verða verk eftir skagfirzka listmálara. Þessar sýningar verða svo opnar meðan landsmótið stendur, því að við viljum auðvitað að sem flestum gefist kostur á að sjá þær. Þá vil ég geta þess, að leikfélag stend- ur mjög föstum fótum hér á Sauðárkróki, og við væntum þess, að það muni leggja fram menningarlegan skerf til afmælis- hátíðarinnar, þótt enn sé ekkert afráðið um það. — Er nokkuð af hátíðarbrigðunum orðið sýnilegt? — Já vissulega. Kristmundur Bjarna- son, fræðimaður á Sjávarborg, tók að sér að rita sögu Sauðárkróks. Þetta er mikið ritverk, og fyrra bindi þess kom út á s.l. vetri, en það síðara kemur út á afmælis- árinu sjálfu. Bókinni hefur verið mjög vel tekið, enda er hún vel og skemmtilega skrifuð og jafnframt hið ágætasta heim- ildarrit. Þá efndi afmælisnefndin til samkeppni um skjaldarmerki fyrir kaupstaðinn, og hefur verið ákveðið að velja tillögu Snorra Friðrikssonar. Merki hans er sterk táknmynd og einkennandi fyrir staðinn. — Ertu vongóður um framgang há- tíðarinnar? — Eg er mjög bjartsýnn og ég held, að þetta verði eftirminnilegt afmæli. Það er ekki sízt fyrir það, að landsmót UMFÍ verður háð hér um svipað leyti. Þess vegna verður samfelldari og veglegri há- hð hér að ári en dæmi eru um áður. Við vonum að þessar tvær stórhátíðir byggi hvor aðra upp og styðji hvor aðra. Land^ á nýrri ferðamannaleið Sigfús Ólafsson er formaður gróður- verndarnefndar UMSS, en einnig er hann í vaarstjórn sambandsins og nefnd- armaður í landsmótsnefnd 14. landsmóts UMFÍ. Við hittum Sigfús, daginn eftir að hann kom úr landgræðsluferð skag- firzkra ungmennafélaga. — Hvar unnuð þið að Iandgræðslu núna, Sigfús? — Við fórum á Hofsafrétt eins og í fyrra og bárum áburð á svæðið, sem þá var sáð í. Auk þess dreifðum við núna fræi og áburði á nýtt svæði, samtals um 8 lestum. — Var góð þátttaka í ferðinni? —— Já, þátttakendur voru milli 40 og 50, og þá má geta þess að við áfonnum að fara aðra landgræðsluferð í sumar á Eyvindarstaðaheiði, en þar er sameigin- legur afréttur Skagfirðinga og Húnvetn- inga. — Er greiðfært á landgræðslusvæði \'kkar á Hofsafrétti? — Á þeim slóðum á áreiðanlega eftir að verða fjölfarin ferðamannaleið, því nú er verið að brúa Eystri-Jökulsá skammt frá Eyfirðingavaði, og kemur þá ný og skemmtileg leið milli bvggða sunnan- og norðanlands. skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.