Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 22
FRA STARFSEMIUN GMENN AFELAGANNA Ungmennafélagið Víðir í Víðidal er stofn- að 26. ianúar 1930 og varð því 40 ára á þessu ári. Stofnfundur félagsins var haldinn í Víði- dalstungu og voru fundarmenn 15 talsins. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þessir menn: Formaður, Aðalsteinn Teitsson, féhirðir, Óskar B. Teitsson, ritari Arinbjörn Árnason. Áður hafði starfað ungmennafélag í Víði- dal. Mun það hafa verið stofnað 1908 og aðalhvatamaður að stofnun þess félags var Björn H. Jónsson, kennari, frá Torfastöð- um. Félag þetta mun hafa starfað af tals- verðum þrótti fyrstu árin, en síðan dró úr starfsemi þess og var það lagt niður, senni- lega á fundi á Auðunnarstöðum árið 1913. Fundargerðabækur þessa félags eru að líkindum glataðar. í 2. gr. laga Umf. Víðis segir svo um stefnumál félagsins: „Tilgangur félagsins er: a. Að efla og vernda íslenzkt þjóðerni, mál og menningu. b. Að vinna að hverskon- ar andlegum framförum og sömuleiðis verk- legum framkvæmdum, t.d. byggingu sam- komuhúss o.fl.“ Starfsemi félagsins í dag er einkum skemmtistarfsemi ýmisskonar og sér félagið að miklu leyti um það skemmtanalíf, sem fram fer í sveitinni. Einnig eru íþróttir iðk- aðar innan félagsins og hefur svo jafnan verið. Áður fyrr var starfsemin einkum fólgin í málfundastarfsemi og voru fundirn- ir jafnan vel sóttir, umræður voru oft fjör- ugar og rætt var um margvísleg málefni. Þá gaf félagið lengi út handskrifað blað er bar nafnið „Heimdallur“ og var það lesið upp á fundum félagsins. Mjög nefur dregið úr þessum þætti starfseminnar á seinni ár- um. Umf. Víðir nefur jafnan tekið virkan þátt í starfsemi USVH, enda er félaginu málið skylt, þar sem það beitti sér fyrir stofnun sambandsins á sínum tíma. Fljótlega hófust umræður innan félags- ins um nauðsyn þess að koma upp samkomu- núsi í sveitinni fyrir starfsemi félagsins. Framkvæmdir gátu þó lengi vel ekki haf- izt vegna fjárskorts, en árið 1934 byggði félagið danspall hjá svokölluðum Kerum við Fitjaá og hélt þar skemmtanir að sumr- inu í nokkur ár. Voru þær skemmtanir vel sóttar, enda umhverfið sérkennilegt og fallegt. Árið 1938 réðist félagið síðan í byggingu samkomuhúss og hlaut það nafnið „Víði- hlíð“. Árið 1956 hófst félagið handa um stækkun og endurbætur á Víðihlíð, með þátttöku Þorkelshólshrepps og kvenfélags- ins Freyju. Félagsheimilið Víðihlíð var síð- an tekið í notkun árið 1961 og hefur síðan verið starfrækt af þessum þremur aðilum. Eftirtaldir menn hafa gegnt formanns- störfum í Umf. Víði: Aðalsteinn Teitsson 1930—1935 og 1936—1937, Ólafur Daníels- son 1935—1936, Jóhannes Guðmundsson 1937—1945, Ólafur Hinriksson 1945—1948, Jón L. Jónsson 1948—1951, Sigurvaldi Björnsson 1951—1954, Helgi Axelsson 1954 —1957, Bjarni Kristmundsson 1957—1960, Magnús Sveinbjörnsson 1960—1963, Ólafur B Óskarsson frá 1963. Félagar í Umf. Víði eru nú 85 talsins. Félagið minntist 40 ára afmælis síns með því að bióða félögum sínum í skemtmiferð. Var sú ferð farin laugardaginn 27. júní s.l. og var farið til Akureyrar. Á norðurleið- inni var farin leiðin um Fljót í Skagafirði og síðan um Ólafsfjörð og fyrir Ólafsfjarð- armúla. Veður var hið fegursta og skemmtu þátttakendur sér hið bezta. Ólafur B. Óskarsson. 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.