Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 5
U ngmennasamband
Skagafjarðar
60 ÁRA
Hinn 17. apríl árið 1910 komu 8 ungir
menn saman til fundar að Vík í Staðar-
hreppi og stofnuðu Ungmennasamband
Skagafjarðar. Þetta voru fulltrúar fjög-
urra ungmennafélaga í héraðinu. Fyrsta
stjórn UMSS var þarna kosin, og var hún
þannig skipuð: Brynleifur Tobíasson,
Geldingaholti, formaður; Árni J. Hafstað,
Vík, ritari og Jón Sigurðsson, Reynistað,
gjaldkeri.
Það er ekki vegna þess að skagfirzkir
ungmennafélagar hafi gleymt þessu
merkisafmæli sambandsins að þeir halda
ekki stórafmælishátíð í ár. Atvikin haga
því svo, að höfuðstaður héraðsins á 100
ára byggðarafmæli á næsta ári, og auk
þess annast Ungmennasamband Skaga-
fjarðar undirbúning og framkvæmd 14.
landsmóts UMFÍ næsta sumar. Þessi
stórverkefni og stórhátíðir krefjast starfs
og einbeitni, og forystumenn UMSS telja
sextugsafmælisins bezt minnst með því
að gera landsmótið vel og eftirminnilega
úr garði. Hið sextuga afmæhsbarn tekst
nú á hendur stærsta og vandasamasta
verkefnið í sögu sinni.
Skinfaxi óskar UMSS til hamingju með
hvort tveggja — afmælið og afmælis-
verkefnið.
Núverandi stjórn
UMSS. Frá vinstri:
Stefán Guðmundsson,
Guð'jón Ingimundar-
son, formaður, Ámi M.
Jónsson, Stefán Ped-
ersen og Helgi R.
Traustason.
SKINFAXI
5