Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 20
því. Þess vegna gefast margir forustu- mannanna upp eða snúa sér eitthvað ann- að til að fá útrás fyrir starfsorku sína, þar sem þessi vandamál eru ekki eins óleys- anleg, þótt þau séu fyrir hendi. Islenzka íþróttahreyfingin er þegar far- in að finna fyrir skorti á forustumönn- um, og þetta mun koma enn betur í ljós á næstunni, ef ekki verður skjótlega ráð- in bót á ríkjandi ástandi. Við verðum að láta okkur annt um forustumennina, þá sem stjórna og stýra íþróttalífinu í fé- lögum landsins. Það má ekki fæla þá frá störfum innan félaganna vegna vand- ræðaástands, sem jafn auðvelt ætti að vera að leysa og fjárhagsvandamál fé- laganna, ef vilji er fyrir hendi. Með því myndu forustumennirnir fá betri tíma til að sinna íþróttunum, áhugamáli sínu, í stað þess að þurfa að vera snap- andi út um allan bæ til að fá inn nokkr- ar krónur til þess að starfið geti haldið áfram nokkrar vikur enn. Við höfum á síðustu árum framkvæmt þrekvirki á sviði uppbyggingar íþrótta- mannvirkja hér á landi. Margir hafa lagt hönd á plóginn en drýgstur mun þó þáttur íþróttafulltrúa ríkisins. Flest eru mannvirki þessi, vellir og salir, í tengsl- um við skóla landsins og oftast þeirra eign. Skólarnir eru byggðir okkur til menningarauka, og tvímælalaust má telja líkamsrækt menningarauka. Skólarnir eru reknir af ríki og bæjar- og sveitarfélögum. Ég hefi ekki heyrt getið um nokkurn mann, sem mælt hef- ur með því, að skólarnir ættu að bera sig eða jafnvel skila arði, vegna gjalda nem- enda eða vandamanna þeirra. íþróttasalir skólanna, sem eru kennslu- stofur, eru framseldir íþróttahreyfing- unni til afnota þá tíma, sem skólarnir nýta þá ekki til eigin starfsemi. EN nú bregður svo við að nemendum þeim, sem þá koma til íþróttaiðkana, eða aðstand- endum þeirra, íþróttafélögunum, er gert að greiða stórar upphæðir í húsaleigu. Þegar um þetta hefur verið rætt, hefi ég því miður oftar en einu sinni heyrt því haldið fram, að húsin þvrftu að bera sig, og það er reynt að láta þau gera með því að láta félögin borga háa húsa- leigu. Þetta er að mínu áliti reginhneyksli. Félögin verða að afla sér fjár til að greiða húsaleiguna, svo félagið fái áfram inni í húsinu. Því vill það fara svo, að ekki er til fé til að greiða kunnáttumönn- um fyrir kennsluna innan félagsins, sem leiðir svo til þess, að mikið af kennsl- unni innan íþróttafélaganna er í höndum lítt lærðra sjálfboðaliða, sem sumir hverjir taka þetta að sér nauðugir, svo að starfsemin falli ekki niður. íþróttahreyfingin þarf mikinn fjölda lærðra kennara og þjálfara. Margir þeirra þvrftu að vera sérmenntaðir á ýmsum sviðum, en slíkir kennarar eru ekki til. Það leggur enginn óvitlaus maður út í langt framhaldsnám í íþróttakennslu í framandi landi með ærnum tilkostnaði eigandi von á því, þegar heim kemur, að fá sáralítil eða jafnvel engin laun fvrir starf sitt. Er hér enn einn veikur punktur á starfsemi íþróttahreyfingarinnar, sem bæta verður úr hið snarasta. Nokkur bæjar- og sveitarfélög veita íþróttafélögunum starfs og kennslustyrki, sem oftast eru þó svo lágir, að þeir hrökkva ekki fyrir þeirri húsaleigu, sem félögin þurfa að greiða fyrir æfingatíma sína. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.