Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 13
Vantar fleiri virka félaga í starfið — segir Erlendur Sigmundsson, formaður Umf. Tindastóls Erlendur Sigmundsson Erlendur Sigmundsson, formaður Umf. Tindastóls á Sauðárkróki, segir eitt höf- uðvandamál síns félags, hversu fáir taka þátt í hinum raunverulegu félagsstörf- um. — Ytri aðstæður til íþrótta og félags- starfs eru að verða betri hér en víðast annars staðar, en menn verða að gera sér ljóst, að til þess að halda félagi starfandi þarf meira en að skreppa út á völl og sparka bolta. — Er knattspyrnuáhuginn mestur hér? — Já, á sumrin er mikill áhugi á knattspyrnunni, en stúlkurnar æfa hand- knattleik. Þá eru hér frjálsíþróttaæfing- ar bæði fyrir stúlkur og pilta, en þjálfara höfum við aðeins einu sinni í viku. Á vet- Birgir Guð'jónsson, Umf. Tindastóli, með Grettisbikar- inn. Birgir hefur verið fræknasti sundmaður UMSS á undanförnum árum, sem sést m.a. á því, að hann á öll héraðsmet í karla- greinum og hefur sett yfir 100 hér- aðsmet. urna er körfubolti mikið æfður og einn- ig badminton. — Hvaða þýðingu hafa nýju íþrótta- mannvirkin hér á staðnum fyrir ung- mennafélagið? — Þau gefa okkur auðvitað stóraukin tækifæri. Ef við náum ekki bættum ár- angri við þessar aðstæður, þá stöndum við okkur illa. Eg er sannfærður um að nýi grasvöllurinn á eftir að valda ger- breytingu til batnaðar á íþróttastarfi okkar og einnig hin bætta aðstaða til sundiðkana. En ég verð um leið að minnast á eitt vandamál okkar, sem óleyst er. Okkur vantar stærra íþróttahús til að geta staðið öðrum jafnfætis, t.d. keppinautum okkar í körfuknattleik. En nú eru sem sagt komnir hér stórir og góðir íþróttavellir og vönduð sundlaug, svo að félagar í Tindastóli hafa góða aðstöðu til flestra íþróttaiðkana, en við þurfum nauðsynlega að fá meiri breidd í sumar íþróttagreinar, t.d. sundið. — Er starf félagsins aðallega fólgið í íþróttum? — Já, fyrst og fremst. Innan félags- ins eru starfandi 5 íþróttadeildir, þ. e. fyrir knattspyrnu, frjálsar íþróttir, sund, körfuknattleik og badminton, en hand- knattleikurinn hefur enn þá ekki sérstaka deild. skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.