Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 9
þar á meðal sérstakar fjölskvldutjaldbúð- ir. Komið verður á hringakstri upp á Nafirnar og niður í kaupstaðinn, þannig að öll umferð geti gengið sem greiðast. — Hvar verður starfsíþróttakeppnin? — Við ætlum okkur að hafa úti-starfs- íþróttakeppnina hér á aðalsvæðinu, þannig að allir geti auðveldlega fylgzt með henni. Þær greinar, sem verða að fara fram inni, verða í húsnæði skólanna. — Er nú öllum áhyggjum af ykkur létt, þegar þig sjáið fyrir endann á mann- virkjagerð og skipulagningu svæðisins? — Nei, síður en svo. Við erum nú að vinna að fyrirkomulagi og niðurröðun dagskráratriða og keppnisgreina, sem auðvitað er vandaverk og krefst mikill- ar nákvæmni. Stundum verða tvö eða fleiri atriði að vera í gangi í einu, en hér hagar svo vel til, að af einum og sama staðnum hér á Nöfunum er hægt að hafa góða yfirsýn vfir allt svæðið og það, sem þar fer fram, þar á meðal stóra pallinn og sundlaugina. — Verða einhverjar nýjungar miðað við fvrri landsmót? — Já áreiðanlega. Þess er sérstaklega að geta, að fyrir landsmótið og á sama tíma standa hér yfir hátíðahöld vegna hundrað ára byggðarafmælis Sauðár- króks. I því sambandi verða hér ýmsar sýningar opnar, svo sem byggðarsýning og málverkasýning. I sambandi við lands- mótið hefur landsmótsnefnd hug á að efna til Ijósmyndasamkeppni, og margs- konar dagskráratriði eru í athugun og undirbúningi, en það er of snemmt nú að láta nokkuð uppi um þau. Við höfum hug á að láta gera klukkustundar kvik- mynd frá mótinu. Það er kostnaðarsamt fyrirtæki, sem UMFÍ mun taka þátt i, og er nú unnið að undirbúningi þess. — Nokkur sérstök áhyggjuefni? — Það sem veldur okkur nokkrum áhyggjum er skortur á gistirými hér á staðnum. Hér eru aðeins tvö lítil hótel, en að vísu er ekki langt í hótelin í Varma- hlíð, Löngumýri og á Hólum fvrir þá sem kjósa hótelgistingu. Við vonum hins vegar að gott veður og hin góðu tjald- stæði hér leysi þennan vanda að mestu. — Ertu bjartsýnn? Séð ofan af Nöfunum yfir hluta íþróttavali- arins og sundlaugina. (Ljósm.: Stefán Pcdersen). skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.