Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 15
Hann þjálfar heimaliðið Spjallað við Ingimund Ingimundarson, íþróttakennara Ingimundur Ingimundarson annast nii íþróttaþjálfun hjá Ungmennasambandi Skagafjarðar eins og undanfarin sumur. — Er hugur í unga fólkinu í hérað- in, Ingimundur? — Já, það er auðvitað nokkur eftir- vænting, vegna þess að landsmótið verð- ur hér að ári. Áhuginn beinist þó einkum að knattspyrnunni, en hér eru líka marg- ir efnilegir unglingar í öðrum greinum, t.d. mætti nefna Eddu Lúðvíksdóttur, sem með árangri sínum í hástökki gefur okkar mestar vonir um frjálsíþróttasigur á landsmótinu. Hér er Hka allgott liand- knattleikslið stúlkna, og löngum höfum við átt góðu sundfólki á að skipa. helmingur þess, sem þeir voru flestir fyrr á árum. Að sjálfsögðu höldum við starfinu áfram, og félagslífið í sveitinni byggist enn sem fyrr á ungmennafélag- inu. Við höldum jafnan þrjár samkomur á vetrinum: Þorrablót, jólaskemmtun fyrir börn og svo vorskemmtun fyrir ■skóla hreppsins, sem er til húsa í Hlíð- arhúsi. Ungmennafélagið heldur því uppi því félagslífi, sem um er að ræða í sveit- inni, eins og reyndin er víðar í hinum fámennari byggðarlögum landsins. — Er ekki erfit að sinna íþrótta- kennslu í svona stóru héraði? — Jú, það verður alltof lítið, sem hægt er að gera á hverjum stað, en verra er, að okkur vantar leiðbeinendur á hin- um ýmsu stöðum til að sinna unglingun- um að staðaldri. — Hvernig er aðstaðan að öðru leyti? — íþróttavellir eru hvergi í héraðinu nema á Sauðárkróki, en æft er á mis- jafnlega góðum æfingasvæðum. Brýnast er þó að bæta xir skorti á leiðbeinend- um. — Hverju spáirðu um landsmótið? — Það er auðvitað kappsmál okkar að það takist vel. Ég held að aðstaða verði mjög góð hér á Sauðárkróki, og spái því að þetta verði glæsilegt mót, svo framarlega sem veðrið verður sæmi- legt. Etlda Lúðvíksdótt- ir, Sauðárkróki, með Blöndaisbik- arinn. Edda er ein af beztu frjáls- íþróttakonum landsins og: átti um tíma íslands- met í hástökki innanhúss. SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.