Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 6
„Miðum að stóru takmarki“
Guðjón Ingimundarsson hefur
setið í stjórn Ungmennasambands
Skagafjarðar síðan 1942, þar af
síðustu 26 árin sem formaður. Guð-
jón er jafnframt varafonmaður
UMFÍ.
— Eruð þið ekki í hátíðarskapi vegna
sextugsafmælis héraðssambandsins, Guð-
jón?
— Jú, að sjálfsögðu. Afmælisins var
minnzt á héraðsþingi okkar í vor, en
menn voru sammála um að það væri
ráðlegast að halda upp á það með því
að búa okkur sem bezt undir það stór-
verkefni, sem við höfum tekið að okkur
að sjá um á næsta ári, — 14. landsmót
UMFÍ.
— Eru ekki auk þess mörg verkefni
að vinna að innan héraðsins?
— Jú, hér eru vissulega mörg við-
fangsefni, sem héraðssambandið leitast
við að vinna, þótt fjárskortur sé okkur
fjötur um fót. Stefán Petersen hefur
gegnt starfi framkvæmdastjóra undanfar-
in ár og leyst það vel af hendi. I vetur
iieimsótti hann félögin í héraðinu, kom
á fundi þeirra, leiðbeindi um ýmis fé-
lagsleg atriði og sýndi kvikmyndir. Sam-
bandið hefur jafnan leitast við að miðla
félögunum íþróttakennslu og við höfum
kennara 2—4 mánuði á sumrin. Ingi-
mundur Ingimundarson íþróttakennari
annast það starf í sumar eins og undan-
farin ár. Starf hans hefur haft mikla þýð-
ingu, en mikil þörf væri á leiðbeinendum
að auki hjá hinum ýmsu félögum. Við
höfum ætíð leitazt við að lræta úr því með
Guðjón Ingimundarson, form. UMSS, stend-
ur hér á bakka sundlaugarinnar, þar sem
hann hefur unnið að sundkennslu um langt
árabil.
því að fá reynda íþróttamenn til að kenna
í stuttan tíma, einkum í knattspymu og
sundi, og hefur það gefizt vel, en er auð-
vitað kostnaðarsamt.
■—- Er ekki talsvert félagsstarf í ung-
mennafélögunum auk íþróttastarfsins?
— Jú, íþróttirnar eru aðeins einn þátt-
ur í starfinu, en í félögunum er unnið
að mörgu öðru, sem minna ber á og
minna er haldið á lofti. Ungmennafé-
lagar hafa t.d. lagt fram mikla sjálfboða-
vinnu og fjármuni við byggingu félags-
heimila. Ungmennafélögin halda víða
uppi fjölbreyttu félagslífi í sveitunum og
eru víða sterkasta aflið í þeim málum.
Landgræðslustarfið er þegar komið vel
af stað og margt fleira mætti nefna.
— Hvað stendur starfinu helzt fyrir
þrifum?
— Þar mætti nefna allmörg atriði.
Héraðið er í rauninni mjög fátækt að
íþróttamannvirkjum. Sérstaklega skortir
6
SKIMFAXI