Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 4
 ■ m 1 ■ i 1 ^ Þetta er landsmóts- nefndin, sem annast undirbúning og fram- kvæmd 14. landsmóts XJMFÍ. Talið frá vinstri: Stefán Guð- mundsson, Sigurður Guðmundsson, Þór- oddur Jóhannsson, ritari, Stefán Pedersen, formaður, Magnús Sigurjónsson, Gísli Felixson og Sigfús Ólafsson. Myndin er tekin á fullskipuðum fundi nefndarinnar á Sauðárkróki í júlí- mánuði. LANDSMÓTIÐ NÆSTA SUMAR Þriðja hvert ár mætast ungmennafélagar hvaðanæva af landinu á landsmóti UMFÍ og gleðjast við leik og skemmtan og keppni. Starf ungmennafélaganna milli landsmóta tekur jafnan mið af þessum stórhátíðum, og nú er aðeins eitt ár til næsta landsmóts. Dagana 10. og 11. júlí næsta sumar verður 14. landsmót UMFÍ háð á Sauðárkróki. Ung- mennasamband Skagafjarðar annast undir- búning og framkvæmd mótsins. Af þessu tilefni heimsótti Skinfaxi skag- firzka ungmennafélaga, og þetta hefti blaðs- ins er helgað UMSS, starfi þess í félagsmál- um Skagafjarðarhéraðs og að undirbúningi landsmótsins. Um þessar mundir eru merk tímamót í sögu Ungmennasambands Skaga- fjarðar. Sambandið á sextugsafmæli í ár og vinnur nú að því stóra verkefni að sjá um landsmót UMFÍ. Verulegt átak er gert í byggingu íþróttamannvirkja á Sauðárkróki, og þessi höfuðstaður héraðsins á 100 ára byggðarafmæli, sem haldið verður hátíðlegt um sama leyti og landsmótið fer fram þar á staðnum. Forsíðumyndin á þessu blaði er tekin á sundmóti í hinni myndarlegu sundlaug á Sauðárkróki, en þar á staðnum hefur sund- mennt staðið með blóma um langt skeið. Á þessum stað mætast íslenzkir ungmennafél- agar að sumri. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.