Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 8
Okkar metnaðarmál Rætt við Stefán Pedersen, formann landsmótsnefndar Að kvöldi hins 17. júlí s.l. stóð ég ásamt þeim Stefáni Pedersen og Guðjóni Ingi- mundarsyni á Nöfunum fvrir ofan Sauð- árkrókskaupstað. Við okkur blasti allt landsmótssvæðið, þar sem 14. landsmót UMFÍ verður háð að ári. Við stóðum á brún stórkostlegs áhorfendasvæðis, sem náttúran sjálf leggur til með grasigrón- um brekkum Nafanna, en fyrir neðan eru íþróttamannvirkin i skipulegri röð. Nyrzt er hin reisulega sundlaugarbvgg- ing, en við suðurhlið hennar verður handknattleiksvöllurinn, þá tekur við nýi grasvöllurinn, þar næst gamli hand- knattleiksvöllurinn og síðan malarvöll- urinn fyrir knattspymu, en nálægt enda hans rís hin nýja bygging gagn- fræðaskólans, þar sem landsmótsnefnd mun hafa bækistöð sína meðan mótið fer fram. Stefán Pedersen er formaður lands- mótsnefndar, en hann er jafnframt vara- formaður Ungmennasamfjands Skaga- fjarðar og framkvæmdastjóri þess. Til Stefáns beindi ég því nokkrum spurn- ingum um undirbúning landsmótsins og þá fyrst um byggingu íþróttamannvirkj- anna. — Nýju íþróttamannvirkin em reist af Sauðárkrókskaupstað, enda ráð fvrir þeim gert í skipulagi bæjarins. Lands- mótið hefur svo orðið til þess að fram- kvæmdunum er hraðað. Nú er verið að Stefán Pedersen ljúka við byggingu búningsklefa og áhorfendasvæðis við sundlaugina, sem er orðin hið mesta mannvirki. Þá er ver- ið að ljúka við að þekja nýja grasvöll- inn, þar sem frjálsíþróttakeppni mótsins verður háð og e.t.v. fleiri greinar. Hér var fyrir góður malarvöllur, sem verð- ur notaður fyrir knattspyrnuna. Með þessum mannvirkjum er komin hér góð aðstaða til iðkunar útiíþrótta í framtíð- inni. — Greiðir bæjarfélagið kostnaðinn af þessari mannvirkjagerð? — Já, af öllum þeim framkvæmdum, sem gert er ráð fyrir í skipulagi bæjarins, þar á meðal nýrri vegagerð upp á Nafirn- ar. Um allt þetta höfum við haft góða samvinnu við bæjarfélagið og notið fyrir- greiðslu þesss. Þær framkvæmdir, sem gerðar eru einungis fyrir mótið, verður landsmótsnefnd hins vegar að sjá um kostnað á. — Er landsmótssvæðið fullskipulagt? — Já, í öllum meginatriðum. Fyrir neðan Nafirnar ætlum við að koma fyrir stórum trépalli, þar sem fer fram há- tíðardagskrá, körfuknattleikskeppni og svo dans. Austan Skagfirðingabrautar á móts við malarvöllinn verða keppenda- tjaldbúðirnar, en uppi á Nöfunum verða rúmgóð tjaldstæði annarra mótsgesta, 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.