Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 16
Tvíelfd hátíð
á 100 ára afmælinu
Rætt við Helga Rafn Traustason,
formann afmælisnefndar Sauðárkróks
Ef Árni klénsmiður Árnason mætti rísa
úr gröf sinni og skyggnast yfir Sauðár-
krókskaupstað í hátíðarbúningi næsta
sumar, sæi hann ótrúlega breytingu frá
því hann settist hér að á malarkambi við
sjóinn árið 1871.
Næsta sumar ætla Sauðárkróksbúar að
minnast 100 ára byggðarafmælis staðar-
ins. Það fer vel á því, að þeir ætla að
láta afmælishátíðahöldin haldast í hend-
ur við landsmót UMFI, þannig að úr
verður hátíðar-„sæluvika“, að vísu með
öðrum blæ en hin klassíska sæluvika
Skagfirðinga. Formaður afmælisnefndar
bæjarins er Helgi Rafn Traustason, en
hann er einnig gjaldkeri Ungmennasam-
bands Skagafjarðar.
— Hvernig barst þessi fyrsti land-
nemi hingað, Helgi?
— Hér á Sauðárkróki hafði um allangt
skeið verið löggilt verzlunarhöfn áður en
byggð hófst. Árni klénsmiður hefur
sennilega verið svo framsýnn að sjá fyrir
að hér hlyti byggð að eflast með tím-
anum, og einnig hefur verið hagkvæmt
fyrir slíkan handverksmann að vera stað-
settur þar sem margir komu í viðskipta-
erindum.
— Hvernig verður afmælis byggðar-
innar minnzt?
— Aðalafmælishátíðin verður helgina
fyrir landsmótið. Dagskráin er ekki full-
mótuð ennþá, en reynt verður að hafa
hana fjölbreytta og skemmtilega. Við
Sauðárkrókskaupstað -
ur hefur stækkað all-
mikið á siðustu árum
og: atvinnulíf eflzt.
(Ljósm.:
Stefán Petersen).
16
SKINFAXI