Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 23
Endurreisn starfsins í V.-Skaftafellssýslu Nýtt félag í Vík Laugardaginn 20. júní s.l. var stofnað nýtt ungmennafélag í Vík í Mýrdal, en þar hefur ekki starfað ungmennafélag síðan 1955. Aðal hvatamaður að stofnun félagsins, og fundarstjóri á stofnfundinum var séra Ingi- mar Ingimarsson, sóknarprestur í Vík. Haf- steinn Þorvaldsson, formaður Ungmenna- félags íslands, sat stofnfundinn ásamt fram- kvæmdastjóra UMPÍ Sigurði Geirdal. Stofnfundinn sóttu um 40 ungmenni á aldrinum 14—18 ára, sem öll gerðust stofn- félagar, þá sátu fundinn nokkrir eldri áhuga- menn, þar á meðal settur sýslumaður Vestur- Skaftfellinga Þorleifur Pálsson. Hétu þeir fyllsta stuðningi hinu nýja félagi, og hvöttu ungmenni staðarins til dáða undir merki ungmennaféiagshreyfingarinnar. Kjörin var þriggja manna stjórn, form. Ævar Harðarson, gjaldkeri Þórður Karlsson, og ritari Anna Björnsdóttir. Hið nýja ung- mennafélag hlaut síðan nafnið Umf. Drang- ur. Um árabil hefur verið starfandi í Vík æskulýðsfélag undir leiðsögn séra Ingimars Ingimarsson, það mun nú starfa sem yngri deild innan ungmennafélagsins. Mikill og vaxandi íþróttaáhugi hefur nú gert vart við sig í Vestur-Skaftafellssýslu, og þörfin fyrir fjölþætt æskulýðsstarf verður mönum æ ljósari. Hið nýja og glæsilega fé- lagsheimili „Leikskálar“ skapar hinu ný- stofnaða félagi ákjósanlega aðstöðu til ýmis- konar félagsstarfsemi, og íþróttaiðkana inn- anhúss. Pulltrúar UMFÍ. á stofnfundi fluttu fræðsluerindi um starf og stefnu Ungmenna- lélags íslands, og hétu hinu nýstofnaða fé- lagi fyllsta stuðningi í starfi. Endurreist héraðssamband A sunnudag 21. júní boðuðu fulltrúar UMPÍ. til fundar í félagsheimilinu að Kirkjubæjarklaustri, þar sem mættir voru allmargir fulltrúar frá ungmennafélögunum í Vestur-Skaftafellssýslu. Tilefni þessa fundar var, að sameina og endurvekja ungmennasamband, er næði yfir sýsluna alla, og kanna stöðu félagsskaparins í sýslunni. Mikill áhugi var fyrir því að blása nýju lífi í félagsstarfið, og vinna að frekara sam- starfi félaga í milli, undir forustu ungmenna- sambandsins. Samþ. var að vinna að því að bæta aðstöðu til íþróttaæfinga, og koma á keppni í íþróttum, jafnframt því sem aðrir þættir félagsstarfsins yrðu efldir svo sem tök væru á. Þá var samþ. að reyna að fá íþrótta- kennara til starfa þegar á þessu sumri og stefna að því að halda héraðsmót í íþróttum í haust, og þá einnig reglulegt héraðsþing. Ungur íþrótta- kennari, Gylfi Gíslason frá Sel- fossi, stjórnaði íþróttastarfinu hjá USVS í sum- ar með ágætum árangri. Á þessum fundi var kosin 5 manna bráða- birgðarstjórn sem situr til næsta héraðs- þings. Héraðsmót USVS var svo haldið að Kirkjubæjarklaustri dagana 14. og 15. ágúst. Mótið var fjölmennt og góð þátttaka iþrótta- fólks bæði austan og vestan sands. Keppt var í knattleikjum og frjálsum íþróttum. ar á sjóskíðaíþróttum á Hæðargarðsvatni og Stigakeppni var milli félaganna og keppt SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.