Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.06.1970, Blaðsíða 14
Samvizkubit drykkjumanna var upphaf að Umf. Geisla Jóhannes Sigmundsson Elzta félagið í Ungmennasambandi Skagafjarðar er Ungmennafélagið Geisli í Óslandshlíð. Það er orðið 72 ára gam- alt, — sem sagt stofnað fyrir aldamót. Hvernig má það vera, þegar Umf. Akur- eyrar, sem oft hefur verið kallað „fyrsta ungmennafélagið", var ekki stofnað fyrr en 1905? Skýringuna á þessu fékk Skinfaxi hjá formanni Umf. Geisla, sem er ungur bóndi þar í sveit, Jóhannes Sigmundsson í Brekkukoti. — Félagið var stofnað 1898, en hét þá öðru nafni og var ekki ungmenna- félag heldur bindindisfélag. En félags- svæðið var það sama, svo og verkefni og skipulag, og umfram allt hefur hugur fólksins, sem myndaði félagið, alltaf ver- ið sá sami. Allir í sveitinni hafa ætíð litið á þetta sem eitt og sama félagið, þótt nafni og lagaákvæðum hafi verið breytt. — Hvað hét félagið þá upphaflega? —Það hét „Bindindisfélagið Tilreynd- in“, og var stofnað að frumkvæði drykkju- manna í sveitinni, sem vildu gera tilraun með að hætta að drekka, — og þeim tókst það líka. Félaginu var strax vel tek- ið af fólkinu í sveitinni, enda varð það til að stórefla félagslífið og heilbrigðar skemmtanir. Eftir að ungmennafélögin risu á legg og eftir að bannlögin gengu í gildi, komu fram tillögur um að breyta félaginu í ungmennafélag og jafnframt vildu sumir breyta nafni þess. Um þetta urðu heitar umræður í félaginu, en það var ekki fyrr en 1923 að samþykkt var einskonar málamiðlun á þá leið að ein- ungis nafninu var breytt og nefndist félagið þá „Bindindisfélagið Geisli“. Svo var það loks árið 1926, að félagið var gert að ungmennafélagi, að tillögu þá- verandi formanns, Sigurmons Hart- mannssonar. — Ég hef heyrt að oft hafi verið starfað vel í þessu félagi, þótt það sé ekki stórt. — Já, starfið var mjög gott áður fyrr, og félagið kom mörgu góðu til leiðar. Fyrir atbeina þess var til dæmis komið upp bókasafni og stofnað jarðabótafélag og öll framfaramál sveitarinnar voru því viðkomandi. Félagið reisti eigið hús, „Hlíðarhús" þegar árið 1902, og annað stærra árið 1926 . — En hvernig er starfið núa? — Það er því miður miklu minna en áður var. Á félagssvæðinu eru aðein 11 bæir, og fólki hefur fækkað mikið í sveit- inni, svo að félagar Geisla eru nú aðeins 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.