Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1970, Side 6

Skinfaxi - 01.10.1970, Side 6
innar, sem fundarmenn fengu í hendur fjölritaða. Af skýrslunni má glöggt sjá, að stjórnin hefur tekið mjög röggsamlega á málefnum hreyfingarinnar á liðnu ári pg hrint mörgum málum í framkvæmd, m. a. málum, sem áður höfðu verið lengi á döfinni. Má þar nefna endurskipulagn- ingu skrifstofu samtakanna og ráðningu fasts framkvæmdastjóra, stofnun félags- málaskóla, íþróttamannvirkjagerð í Þrastaskógi, samninga um aðild UMFI að íþróttagetraunum, stóraukinn erind- rekstur og þjónustu við sambandsaðila, byrjun á endurskipulagningu erlendra samskipta UMFÍ o. m. fl. Viðfangsefni fundarins Framsögur um hin ýmsu mál, sem lögð voru fyrir fundinn, voru sem hér segir: 1. 14. landsmót UMFÍ. Framsögumaður: Guðjón Ingimundarson. 2. Reglugerð landsmótsins. Framsögu- maður: Pálmi Gíslason. 3. Skinfaxi, málgagn UMFÍ. Framsögu- maður: Eysteinn Þorvaldsson. 4. Erlend samskipti UMFÍ. Framsögu- maður: Sigurður Geirdal. 5. Félagsmálaskóli UMFÍ. Framsögu- maður: Hafsteinn Þorvaldsson. 6. Tekjumöguleikar ungmennafélaganna. Framsögumaður: Gunnar Sveinsson. Þessum málum var siðan vísað til um- ræðuhópanna og var öllum framsögu- ræðum dreift fjölrituðum til fulltrúanna, og varð það mjög til að efla málefnalegar umræður. í lok framsöguræðna var dreift bréfi til fundarmanna um leikritasafn UMFI, sem fulltrúar héraðssambandanna áttu að dreifa til félaganna á sambands- svæðum sínum. Hafði Sigurður Guð- mundsson, ritari UMFÍ, stutta framsögu um það mál. I Þessi mynd af stjórn UMFÍ og f ramkvæmda- stjóra var tekin í Iok sambandsráðsfundar- ins. Frá vinstri: Guð'- jón Ingimundarson, Gunnar Sveinsson, Hafsteinn Þorvaldsson, Siguröur Guðmunds- son, og Sigurður Geir- dal. Á myndina vantar Valdimar Óskarsson meðstjórnanda. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.