Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1970, Side 16

Skinfaxi - 01.10.1970, Side 16
ast ekki, ef knötturinn snertir netið í upp- gjöfinni og kemur á borðshelming mót- herjans. Einnig er uppgjöf endurtekin, ef móttakandi hennar er ekki tilbúinn þegar hún er framkvæmd. Þó er leikmaður tal- inn vera tilbúinn, ef hann gerir tilraun til að leika knettinum. Ef knötturinn springur eða skaðast á annan hátt þannig, að það verkar á högg leikmanns, skal gefið upp að nýju með nýjum knetti, en stigið fellur niður. Dómara ber skylda til að stöðva leikinn og láta endurtaka síð- ustu uppgjöf strax og hann fær minnsta hugboð um að knötturinn sé bilaður, eða skemmdur. Slíkt heyrist oftast fyrst á hljóði höggsins eða hoppi knattarins. Leikmaður tapar stigi, ef honum tekst ekki að gefa rétt upp eða slá knöttinn rétt til baka. Ef annarhvor leikmaðurinn snertir netið með spaða sínum eða fötum á meðan knötturinn er í leik, tapar hann stiginu, sem um er leikið. Leikmaður hef- ur heimild til að sleppa spaðanum á því augnabliki, sem hann slær knöttinn til baka, en snerti spaðinn netið þá tapar leikmaðurinn stiginu. Leikmaður má ekki koma svo harkalega við borðið að það færist úr stað, hann má ekki snerta yfirborð þess með lausu hendinni, hann má ekki stöðva knött, sem auðsjáanlega fer út fyrir borðið, án þess að snerta það, fyrr en knötturinn hefur farið út fyrir hvítu kantlínurnar, og hann má ekki stöðva of langan knött með spaða sínum. í öllum fjórum tilfellunum tapar leik- maður stigi. Stig tapast einnig ef leik- maður leikur knettinum áður en hann hefur snert borðið og eins ef hann leikur ekki knettinum fyrr en eftir að hann hefur hoppað oftar en einu sinni á borð- inu. Halda má á spaðanum á margan hátt, enda þótt handfang þeirra sé yfirleitt ekki stærra ’en svo að það hylst vel í hendi manns. Hægt er að telja upp 6—7 mismunandi grip, sem öll hafa reynzt vel hvert á sína vísu. I dag eru þó tvö grip algengust: Gamla gripið, sem flestum finnst víst eðlilegast og oft er nefnt kveðjugripið, en það hefur að mestu ráðið ríkjum í Evrópu og í Ameríku. Hitt er pennaskaptsgripið, sem hvað mest hef- ur verið notað í Asíu. Kveðjugripið er algengast og dregur nafn af því að tekið er um skaptið eins og þegar heilsast er eða kvaðzt. Þegar spaðinn er gripinn, er vísifingur lagður uppá spaðann þeim megin og með hon- um stýrir leikmaðurinn spaðanum. Með þessu gripi má ná vel yfir allt borðið og með því má framkvæma hverskonar högg og auðvelt er að skrúfa knöttinn að ósk leikmanns. Pennagripið er svo nefnt af því að leikmaðurinn heldur um spaðann eins og pennaskaft. Þumall og vísifingur eru framan við skaptið, en hinir þrír á bakhlið. Hvort gripið er betra? Erfitt að segja, því bæði hafa sína kosti og galla, og mæla má með báðum. Með gamla gripinu getur leikmaðurinn slegið bak- hönd með eðlilegri arm- og úlnliðshreyf- ingu, en mjög fáir af þeim, sem nota pennagripið, geta slegið fasta og örugga bakhönd. í mjög hröðum Ieik eru gripin nokkuð jöfn, en þó er gamla gripið talið gefa nokkuð meiri möguleika til að þreyta yfir í örstutta bolta með mikilli undirskrúfun. í vörn hefur gamla gripið, kveðjugripið, meiri yfirferð og sérstak- lega er það miklu auðveldara að nota, þegar skrúfa þarf upp bolta djúpt neðan bakhandar hliðarborðsins. Pennagripið krefst meira úthalds og betri fótstöðu og fótahreyfingar. Spað- 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.