Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1970, Síða 24

Skinfaxi - 01.10.1970, Síða 24
eldri verður að koma til, ef vel skal fara. Þá höfum við raunalega mörg sama sjón- armið og fréttamaðurinn, sem taldi frá- leitt að telja það fréttnæmt þótt nokkur hundruð unglingar á erfiðasta aldursskeiði skildu svo við mótsstað eftir tveggja daga dvöl, að löggæzlumenn virtu til fyrirmyndar. Hitt er alkunna, að fréttir fljúga, hvenær sem áfátt verður um hegðun ungmenna, hvað oft vill við bera við þá skemmtana- hætti sem mest tíðkast. Sönnu mun nær að áfallalaust skemmt- anahald hundraða ungmenna, sem hér er um rætt, er fágætt og ágætt og það væri eðlilegt, sanngjarnt og skynsamlegt, að slíku væri á lofti haldið, þeim ungmennum til sóma sem það eiga skilið. Öðrum til hvatn- ingar og eftirbreytni. Hvorki fréttamenn né aðrir, sem vel vilja og eiga að vita, mega skerast úr leik, þegar um það er að tefla, að halda höfðinu réttu á bolnum. Það unga fólk sem við hjálpum til að leita lífsgleði með göngu á vit íþróttaiðk- ana mun áreiðanlega horfa hiklaust til réttarar áttar. Hinum mun hættara að hverfa höfði sem hallast frá íþróttalífi, starfi og heilgrigðum leik. Þeim sem rétt horfa getum við vissulega fjölgað, jafnvel með því einu, að gera það sem okkur sjálfum er líka fyrir beztu. Að mæta sem oftast til leiks þótt við keppum ekki. Með því hjálpum við líka mörgum ágætum skilningsgóðum velunnurum íþrótta og æsku, í borgar-, bæjar- og sveitarstjórn- um. Þeir þurfa að vita ljóslega um hug almenn- ings til þess að veita réttilega fé til íþrótta- iðkana og aðstöðu- Fá eru þessi orð og fátækleg túlkun á textanum hans Sigurðar Greipssonar. Um sinn bíður hann þó frekari túlkunar, marg- ræður og margvís eins og þjóðsagan og eld- huginn í Haukadal. ------—----------------- Ágæt afrek Gimnars Kristinssonar í Noregi í afrekaskrá þessa árs i frjálsum iþrótt- um, sem Ólafur Unnsteinsson hefur tekið saman, rákumst við á frábær afrek hins góðkunna Þingeyings Gunnars Kristins- sonar í millivegalengdahlaupum. Hefur Gunnar hlaupið 1500 m. á 3.56.0 min. og 3000 m. á 8.30.0. Árangri þessum náði Gunnar á fjöl- mennum mótum í Noregi, og hef- ur hans verið lofsamlega getið í norskum blöð- um. Fyrir 3—4 árum var Gunn- ar í fremstu röð millivega- lengdahlaupara okkar, og þótti óvenju glæsilegt hlauparaefni, en síðustu árin hef- ur hann æft lítið þangað til nú i sumar. Fyrir hálfu öðru ári fór hann til Noregs og stundar þar nú nám í verzlunarskóla í Drammen skammt frá Osló. Við vonum að Gunnar komi til fósturjarðarinnar að sumri, og trúlega mun HSÞ leggja áherzlu á að slíkan liðsmann vanti ekki i sveit sambandsins á landsmótinu. Skinfaxi hefur haft fregnir af því að Gunnar æfi vel og þarf þá ekki að efast um góðan árangur í framtíðinni. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.